Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Blaðsíða 17
17
uð hugsa um, hvernig hann ætti að stýra skipi sinu.
f>að er nú víst, að kristindómurinn lieimtar af oss, að
vér biðjum guð og hagnýtum oss hans náðarmeðöl, og
án þessa getur enginn orðið sannkristinn; en kristilegt
líferni er þó einkum innifalið í því, að vegsama guð
meðan vér erum að gegna vorum jarðnesku skyldum,
að standa stöðugur í freistingunum, og sýna það í allri
vorri hegðun, að vér séum Jesú Krists sannir læri-
sveinar.
Látum oss enn koma með eina sönnun fyrir því,
að kristindómurinn getur samþýðst vorum daglegu störf-
um, og hún er sú; að kristindómurinn er eigi svo mjög
fólginn í því, að vinna andleg og helg verk, heldur öllu
fremur í því, að vor veraldlegu störf spretti af andleg-
um og helgum rótum. t’egar vér dæmum um verkin,
erum vér vanir að líta meir á hið ytra yfirborð þeirra,
en á tilganginn og þær hvatir, sem þau spretta af; en
þannig er ekki guðs dómi varið, hann lítur ekki á
verkið sjálft, lieldur á tilgang þess og hugarfarið. Þannig
er t. a. m. guðsþjónustugjörðin heilagt verk og eitt-
hvert hið bezta helgunarmeðal; en þó gelur hún orðið
viðurstyggð í guðs augum, ef menn hafa guðsorð um
hönd, eða sækja kirkju einungis fyrir siðasakir. Hug-
arfarið getur gjört kristilega hluti veraldlega og verald-
lega hluti kristilega. Hafir þú Iírists anda og látir hann
stjórna þér, þá verður allt kristilegt, sem hefir upptök
sín frá honum. Ef þú ert sannkristinn, þá mun kristi-
legt hugarfar þitt stjórna öllum orðum þínum og verk-
urn. I’að er ekki svo að skilja, að þú þurfir allt af að
tala um guðlega hluti, því að það er miklu hægra að
fylla tal sitt með guðrækilegum orðum, en að láta tal
sitt um veraldlega hluti spretta af guðrækilegu hugar-