Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Blaðsíða 5

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Blaðsíða 5
5 hugsun á neinu öðru, og lilið og þrælkið til þess að hljóta gæði hans, og þó svo verði, að þið fáið það, er þið æskið, hvað lengi mun ykknr þá auðnast að njóta ávaxtanna af vinnu ykkar? Ef til vill getið þið haldið áfram að vinna baki brotnu þangað til þið eruð fimmtug, og þá tekið á ykkur náðir, og lifað í ró og makindum í 15 til 20 ár af því, er þið hafið aflað; en eg spyr enn þá einu sinni: Hvað stoðaði það ykkur, þótt þið gætuð notið þessara makinda í ellinni, — ef þið biðuð þó tjón á sálum ykkar? Konan: tá höfum við meiri tíma til að hugsa um sálir okkar. Ferðamaðurinn: Ihð eigið það alls ekki víst, að ná háum aldri. Og þó svo yröi, þá væri þetta líf ykk- ar, sem þið eyðið í hirðuleysi um hagi sálna ykkar, ekki réttur undirbúningur undir það, að hugsa síðar um sáluhjálp ykkar. Konan: Eg verð þó að halda, að það sé ekki rangt að vera starfsamur og reyna að græða dálítið. Ferðamaðurinn: Að vísu er það ekki rangt. Guðs orð lirósar þeim manni, sem er iðinn og atorkusamur í starfi sínu; en oss er líka boðið: «Leitið fyrst guðsríkis og hans réltlœtis». IJar eð eg tef yður ekki frá vinnu yðar, og óveðrinu slotar ekki enn, leyfið þér mér, ef til vill, að slanda dálítið lengur við hjá yður, og tala meira við yður um þetta mikilvæga málefni. Konan: Eg bið yður fyrir alla muni, herra minn, aö vera hérna um kyrrt þangað til veðrið batnar. I’að er allt af að syrta að meir og meir. Það mun gleðja mig mjög að heyra það, er þér ætlið að segja mér, þótt eg reyndar haldi, að það gjöri mig ekki ókvíðnari fyrir atvinnu minni, og enn síður manninn minn, sem er

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.