Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Blaðsíða 14

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Blaðsíða 14
14 vorum bendir postulinn á, að jarðnesk störf eigi vel saman við kristilega trú, og hann skoðar ekki guðrækn- ina sem sérstaka skyldu, heldur sem samfara öllum skyldum; ekki sem toll, er menn eigi að greiða áviss- um gjalddögum, en sem þeir síðan séu lausir við, held- ur sem stöðuga hnegingu hjartans til guðs og undir- gefni undir hans vilja. Eptir kenningu ritningarinnar fer því svo fjærri, að guðræknin truíli önnur störf og sýslanir vorar, að hún getur samlagazt þeim og gefið þeim rétta lögun og stefnu; hún á að fylgja oss al- staðar og ætíð, eins og andardrátturinn og blóðs um- rásin í líkamanum, í vöku og svefni, á nóttu og degi. Heilög ritning sýnir oss, að tímanleg störf þurfa ekki að aptra oss frá, að vera »brennandi í andanum» og að allir geta verið guðræknir í sinni jarðnesku köllun. Ef vér gætum ekki búið oss undir annað líf, nema með því, að sleppa öllum öðrum störfum, þá ætt- um vér ekki að hika oss við því, því að þetta líf er stutt, en annað líf er eilíft. Gætu veraldleg störf ekki samþýðst kristindóminn, þá væri það rétt gjört af oss að hætta við þau, og verja öllum tímanum til bænagjörð- ar og andlegra bugleiðinga. En af því að þetta er ó- mögulegt, heimtar guð það ekki af oss, og ekkertboð- orð hans er þannig lagað, að vér með því að hlýða því þurfum að brjóta önnur boðorð bans. Nú er það víst, að guð heflr boðið oss að vinna, og það hefði hann ekki gjört, ef það væri syndsamlegt. Ilann hefði þá vissulega fælt og klætt oss eins og fugla himinsins og liljugrösin á akrinum, sem hvorki «vinna né spiuna». fetta hefði hann getað gjört til að gefa oss færi á að verja öllum tímanum til guðræknis iðkana. En af því að hann ekki heflr gjört það, þá sýnir það einmitt, að

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.