Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Blaðsíða 3
3
til, að við komumst betur af en aðrir hérna í grennd?
Það er af engu öðru en því, að við vinnum bæði, og
maðurinn minn sóar því ekki, sem hann vinnur sér
inn, í veitingahúsinu, eins og svo margir gjöra.
Ferðamaðurinn: Þið eigið þá, býst jeg við, mik-
inn fjölda barna, og verðið að hugsa um þau, og spara
allt, sem þið getið, handa þeim?
Konan: Nei, við eigum engin börn; þau þrjú, er
við höfum eignazt, liggja í kirkjugarðinum, — hið elzta
þeirra varð að eins fjögra mánaða gamalt. En okkur
langar til að kaupa okkur dálítið stærra jarðnæði.
Ferðamaðurinn: Og er þið liafið fengið þetta, er
þið óskið, ætlið þið þá að halda áfram sama stritinu?
Konan: Það held eg vafalaust; því þá mun okk-
ur langa til að eignast enn meira í fasteign.
Ferðamaðurinn: En er þið hafið eignazt svo mikið
í fasteign, sem þið æskið, — hvað ætlið þið þá að
gjöra?
Konan: Þá söfnum við okkur peningum, til þess
við þurfum ekki að vinna, þegar við erum orðin gömul,
lieldur gætum lifað rólega og áhyggjulaust í ellinni.
Ferðamaðurinn: Og hvað lengi haldið þér, að
þið getið notið þessara rólegu og áhyggjulausu daga,
er þið þrælkið nú fyrir?
Konan: Þetta, herra minn, er spurning, sem er
sannarlöga torvelt aðsvara; en í þessu bygðarlagi verða
menn almennt mjög gamlir. í vetur, sem leið, var hér
jarðaður maður, er hafði sex um áltrætt.
Ferðamaðurinn: Gjörum nú ráð fyrir, að þið kom-
izt, eins og hann, á níræðisaldur, — hvað eigið þið þá
í vændum?