Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Blaðsíða 10

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Blaðsíða 10
10 syndir yðar, þá munduð þér láta yður annt um að fá fyrirgefningu syndanna fyrir Jesúm Krist. En nú van- rækið þér, vegna lieimsins, að leita hjálpræðisins og himinsins, •— og hvað er það þó, er þjer munuð geta kallað yðar, þá er þér verðið kölluð héðan, og hljótið að yfirgefa þennan heim og fjármuni yðar. Konan: Æ, tarna var óttaleg elding! — Eg er dauðhrædd! Guð sé oss miskunsamur! Misvirðið ekki; Eg get nú hvorki hugsað né talað. Óðar en hún hafði sagt þetta, fór óveðrið óttalega í vöxt. Ilver eldingin kom eptir aðra, og skruggurnar drundu eins og allt væri að hrynja. Konan varð dauð- hrædd um manninn sinn, er var með vagn sinn úti á akri. Hún horfði út óttaslegin og skygndist eptir hvort hún sæi hann ekki koma. Að stundarkorni liðnu þótt- ist hún sjá hestana koma ofan af hæðinni. Þá kom elding að nýju með ógurlegri reiðarþrumu, og urðu nú allir í húsinu hræddir um, að slys mundi hafa orðið. Það var og, því miðurl Eldingin hafði lostið mann konunnar til bana. Skömmu síðar var hann borinn heim í húsið; hár hans var brunnið, og liann var liðið lík. Hestarnir voru og dauðir; en annan mann, sem var með vagn og hesta lítinn spöl á eptir, sakaði alls ekkert. Óveðrinu slotaði nú allt í einu. Fjöldi ná- granna kom, svo brátt varð húsfyllir í kotinu, og ferða- maðurinn fór á burt, en ásetti sér að koma aptur dag- inn eptir. Meðan ferðamaðurinn var á leið upp eptir hæðinni, hugsaði hann um annir og óskir hjóna þessara, og hvernig þau vonuðu að geta notið ávaxtanna af erfiði sínu í ellinni, og hann bað guð þess af hjarta, að láta samtal sitt við vesalings konuna, er nú var orðin ekkja,

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.