Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Blaðsíða 6

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Blaðsíða 6
6 enn kappfamari en eg. En hvað sálir okkar snertir, þá verð eg að halda, að við séum eins góð og aðrir; því við höfum aldrei svikið neinn, og guð er misktin- samur. Ferðamaðurinn: En guð er engu síður réttlátur en miskunsamar, og hann heflr sagt: <■ Sú sál, er syndg- ar, skal deyja». Getið þið sagt, að þið haflð aldrei syndgað ? Konan: Nei, lierra minn, það get eg ekki sagt; því eg veit það, að eg hefl syndgað. En þótt eg liafl mikið illt að hafzt, er eg þó ekki eins vond og sumir aðrir. En eg skil yður ekki að öllu leyti. Við hvað eigið þér, þá er þér talið um, «að sálin glatist?« Ferðamaðurinn: Eg hefl dálitla biflíu í vasa mín- um, og ætla að lesa yður úr henni nokkur vers, er munu gjöra yður þetta skiljanlegt. í Lúkasar guðspjalli, Í6. kapitula, er dæmisaga um ríkismann, sem lifði dag hvern í sællífi og skrauti, án þess að hugsa eða hirða um, hvað um sál hans yrði í öðrum lieimi. Þar er því lyst, hvað um sálu lians varð eptir dauðann, hvernig hann kvelst óumræðilega í helvíti, — hvernig hann æpir eptir dropa vatns, til að kæfa með tungu sína. í Opinberunarbókinni, 20. kapitula 12. ogl5. versi stendur skrifað: «Eg sá þá dauðu, smáa og stóra, standa frammi fyrir hásætinu, og bókunum var lokið upp. Þá var annari bók lokið upp; það var lífsins bók, og voru þeir dauðu dæmdir eptir þeirra verkum, sem skrifuð voru í bókunum. Og hver, sem ekki fannst skrifaður í lífsins bók, honum var kastað í eld-díkið». Hinar glötuðu sálir eru því þær, sem kastað er í eld- díkið eða lielvíti, þær, sem ekki eru ritaðar í lífs- ins bók.

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.