Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Blaðsíða 4
4
En dag hinn næsta, 8. dag desemberm., um nón,
kom systir prestsins inn til hans með mesta flýti og
æpti: »Kondu strax, kondu slrax, óhamingju liefir að
borið, þeir liafa lirapað niðuro. Prestur gengur fljótt
út. Yið brunninn stendur Cliristof, og tengdafaðir Trau-
gotts, er hafði aðsloðað þá síðustu dagana; voru þeir
náfölir og slóu liöndum af ofurharmi. Prestur leit nið-
ur í brunninn, hvíl/k skelfing! í’ar var ei annað að sjá
en sand. Brunuurinn hafði hrunið saman, og Trau-
gott, ervar elzlur, og Vilhjálmur, ervar yngstur bræðr-
anna, sem báðir höfðu verið niðri í brunninum að múra,
höfðu orðið undir sandinum ! jþessi óttalega fregn barst
fljólt um þorpið, og menn þyrptust að úr öllum áltum.
Stigi var sóttur, en hann náði ekki niður að sandinum,
er niður hafði hrunið; þá lét Christof sig síga niður í
brunninn í fötunni, er bundin var við dælureipið, og
sagði um leið: »þar sem tveir bræður hafa lálið líf
sitt, gelur þriðji bróðirinn farið á eptir«. l'á er hann
var kominn niður, hljóp liann upp á sandinn, horfði
niður fyrir sig og kallaði: Traugott, Traugott! Vii-
hjálmur! Vilhjálmur! því næst leggur hann eyrað
niður að jörðunni og lilustar, og kallar síðan til þeirra
scm uppi stóðu. »Eg heyri kvein þeirra undir niðri«.
Iíann kallar aptur: Traugott! Vilhjálmur! er. heyrir
þá ekkert svar framar. Seinna efaðist hann um, að hann
nokkurn tíma hefði lieyrt nokkuð.
Menn æptu eptir hjálp, en hvar var hjálp að fá?
Prestur hleypur burtu, til þess að sækja dælusmiðinn
Mehnert, er var eini maðurinn í grendinni, er hafði vit
á, hvcrnig nú skyldi að fara. Skelfingin gefur honum
vængi, liann eins og flýgur áfram, cn frá hans sundur-
kramda hjarta stíga upp andvörp og heitar bænir. En