Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Blaðsíða 11

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Blaðsíða 11
11 |>eir unnu allan daginn, en er stoðirnar, sem þeir liöfðu sett við hliðarnar á brunninum fóru að gefa sig, fór þeim eigi að lítast á. Næsta dag unnu þeir líka, svo sögðu þeir: «l*etta er árangurslaus vinna, og mesti voði við hana að fást, lífi voru er hætta búin, og bræð- urnir eru hvort sem er dauðir! Vilji einhver grafa líkin npp, þá er honum það velkomið fyrir okkur! Við gjörum það ekki!» Auk þessa kváðu þeir það liættu mikla að lála brunninn standa opinn til lengdar, vegna þess að efsta jarðlagið, sem sandurinn hafði hrunið undan, mundi hrynja niður innan skamms, þó það kynni að hanga nokkra daga. Svo fóru þeir ieiðar sinnar. tað sýnist svo sem námumennirnir haíi liaft nokk- uð til síns máls, er þeir létu í ljósi ótta sinn, því fyrir nokkrum dögum hafði verið ákaíleg snjókoma og rign- ing, svo að tjörn liafði myndast hjá brunninum, því að sandurinn, sem búið var að moka upp, stöðvaði frá- rennslið. I'að varð eigi lieldur fyrir það komizt, að nokkuð rigningarvatn rynni niður í brunninn, og bryti sér farveg aptan til við efsta jarðlagið. Nú fór Sonn- tag ekki heldur að lítast á, og þá var enginn, er vildi gjöra frekari tilraunir, enda höfðu orð námumannanna gjört menn svo huglausa, að enginn þorði að hvetja neinn mann lil þess, af því menn voru hræddir um, að slys mundi af því leiða á ný. Var þá ekkert annað að gjöra en það, er óttalegast var, að gefa frá sér alla von. Presti var mjög þungt í skapi, því hann sá ekki að eins eptir bræðrunum, sem hann elskaði hjartanlega, bæði af því þeir voru svo guðhræddir, og af því að þeir voru dugnaðarmenn og samkomulag hið bezta þeirra á milli; hann aumkaðist líka yfir ættingja þeirra, sem þó þeir væru á lífi, voru á að sjá sem liðin lík, og þó

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.