Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Blaðsíða 20
20
þreyttir og eptir sig, en 23. dag desembermánaðar fóru
þeir í kirkju og lýsti presturinn þá hátíðlega blessun
drottins yfir þeim og Böhmig, er þeir næst guði áttu
að þakka líf sitt. Eptir miðjan dag var Traugott aptur
viðstaddur bænagjörð prests; síðan fóru þeir kátir heim
til sín. 24. dag desembermánaðar báru þeir sjálfir rúm
þau, er þeir höfðu legið í út úr húsi prestsins: »Stattu
upp, tak sæng þína og gakk!« tegar prestur um árs-
lokin lauk við skýrslu sína um viðburði þessa, voru
bræðurnir heilbrigðir og ósjúkir, en voru þó ekki búnir
að fá nógan þrótt til stritvinnu.
En hvernig gat allt þetta skeð? Hvernig leið bræðr-
unum niðri í djúpi jarðarinnar? Hvernig gátu þeir lif-
að þar í 11 daga? Hvaða kraptaverk frelsaði þá frá
dauðanum? tannig hlýtur hver sá að spyrja, sem les
þetta, og því skal nú segja nákvæmlega frá því, er
bræðurnir sögðu frá um þetta.
Þessir 2 bræður voru þá 8. dag desembermánaðar
að múra upp brunninn að neðan, þá varð brestur mik-
ill, veggir brunnsins steyptust yfir þá og jörðuðu þá
neðst niðri í brunninum. «Hættið!» æptu þeir, og því
næst: "Hjálpið! ITjálpið! •* Fyrra ópið hafði heyrzt
upp, en ekki hið síðara. Bræðurnir féllust í fang, en
voru með rænu; þeir fundu að þeir stóðu í sandi upp
í hné, en að öðru leyti voru þeir heilir á hófi. Sök-
um hávaðans, er þeir heyrðu yfir sér, ætluðu þeir, að
brunnurinn mundi allur frá efsta barmi hafa hrunið yfir
sig, og urðu þeir þá æði skelkaðir. Þeir hjálpuðu hver
öðrum upp úr sandinum og kveiktu svo á eldspítu, til
þess að sjá hvar þeir væru. f>á sáu þeir, að hönd
drottins hafði í einu vetfangi byggt þeim nokkurs kon-
ar skála af þverbitunum og borðum þeim, cr höfðu