Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Blaðsíða 21

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Blaðsíða 21
21 veriðlögð um þáþvera; hafði þetta hvorttveggja lirunið er sandurinn hrundi á það, og það var það sem hafði hlíft þeim. Fyrst var skáli þessi allrúmgóður, en varð allt af minni og minni, af því að sandurinn fór að hrynja niður milli fjalanna, er farið var að grafa hann upp að ofan, og var þeim eigi unnt að stemma stigu fyrir því eða verjast sandfallinu, svo að allt af lilóðst sandurinn undir þá, og hóf þá upp undir bitana og borðin, er mynduðu þak skálans, og sem til allrar liam- ingju voru svo öflug, að þau gátu borið þunga sands- ins, sem á þeim lá. Loksins var sandurinn búinn að hefja þá 2 álnir upp yfir múrlag það, er þeir voru að leggja, er veggirnir hrundu. Borð eitt, er lá um þver- an skála þeirra, höfðu þeir í stað bekkjar í miðjum skátanum. Á því sat síðar annar bræðranna, en hinn beygði sig niður undir fætur honum. Að lokum var rúmið orðið svo lítið, að þeir áttu mjög bágt með að víkja sér nokkuð við. t*eir höfðu engan mat hjá sér, en að eins fáeiua munnsopa af brennivíni, og á því lifðu þeir fyrsta dag- inn. Þann dag liöfðu þeir líka reykt eina pípu, en urðu að hætta þvi, af því þá skorti eldspítur. trjá næslu dagana fundu þeir hvorki lil hungurs né þorsta, en 12. dag desembermánaðar kvöldust þeir ákaflega af þorsta. t*eir fóru þá að tyggja tóbak, til þess að minnka kvalir sínar, en það jók þær að eins. Daginn eptir liðu þeir hinar sömu kvalir. Tungur þeirra voru eins og þær væru límdar við góminn, og allt af jókst neyð þeirra, er ómögulegt er að lýsa; höfðu þeir þá beðið guð heitt og innilega, að frelsa sig úr þessu eymdar- ástandi eða að gefa sér teyg vatns, og skömmu eplir heyrðu þeir eins og einhversstaðar væri farið að leka.

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.