Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Blaðsíða 9

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Blaðsíða 9
9 slíku verki? Sonntag sagði: 4 kolanámunni í Döllingen er námumaður, sem eg þekki; eg hefi grafið í sam- vinnu með honum margan brunn, og hann þekkir lík- lega fleiri». Nú ók Sonntag 11. dag desemberm. til Döliingen, sem liggur við Elsterwerda, til þess að fá aðstoðarmenn. Á meðan var ekkert gjört, því Mehnert hafði fengið annir, er hann ei gat frá horfið. Jahne var veikur, og enginn annar þorði að fara niður í brunn- inn. En presturinn skrifaði strax til yfirvaldsins í Gross- enhain, og bað það að senda sér sem fyrst mann, er kynni til slíkra verka og nokkra hugaða verkamenn, svo að menn gætu skipzt lil og unnið bæði dag og nótt. Menn geta ímyndað sér, hvernig hinum margmædda prcsti muni liafa fallið það, að ekkert var gjört allann hinn 11. dag desemberm. Samt var hann eigi vonlaus um, að bræðurnir mundu enn þá vera á lífi, þó að allir segðu, að það væri heimska að hugsa það; Jahne einn, sem lá veikur, styrkti prest í trú hans. Hann sagði frá því, sem Sonntag að eins hafði drepið á, að er þeir hefðu verið niðri í brunninum hinn 10. d. desemberm., hefðu þeir heyrt söng fyrir neðan sig. Hann sagðist hafa kannazt við lagið, en vissi ei hvert það var. Þeir hefðu kallað upp og spurt, hvort nokkur væri að syngja efra, eða í kirkjugarðinum, og þegar því var neitað, báðu þeir menn þá að vera hljóða, og heyrðu þeir þú aptur söng, en svo varð allt hljótt, og fáeinum augnablikum síðar hafði fatan dottið niður r höfuðið á honum. Þeir menn aptur á móti, sem þóttust hafa vit á slíku, sögðu að það gæti ekki verið, að þeir væru enn þá á lífi, heldur hlytu þeir annaðhvort að hafa mulizt í sundur eða kafnað, og það fyrir löngu. tær líkur, sem prestur taldi til þess, að þeir væru enn á lífi, sögðu

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.