Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Blaðsíða 10

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Blaðsíða 10
10 þeir að ekki næði neinni átl, og livað sönginn snertir, þá sögðu þeir, að þeim Sonntag og Jaline mundi hafa mislieyrzt. En prestur sat við sinn keip og sagði: •'Enginn gelur samt fært mér sönnur fyrir því, að þeir séu dauðim. Það gladdi því prest eigi lítið, er hinn sama dag, — 11. dag desemberm. — var ekið vagni lieim að prestssetrinu, og út úr honum sté Möller nokkur frá Grossenhain, meistari í liúsasmíði, og kvaðst vera þang- að sendur af yfirvaldinu. Hann rannsakaði brunninn eins og maður, er vit hefði á slíku, og gaf svo þann úrskurð, að hér væri lítils að vona. Auk þess kvað hann það hina mestu hættu að eiga við þenna brunn, já, hann sagði að liættan væri svo mikil, að hann gæti ekki tekið þá ábyrgð upp á sig, að senda menn sína niður í hann. Vingjarnlegur var hann samt í tali, aumkaði mjög ættingja bræðranna, sagði og að skrúfu- vinda sín væri velkomin til láns, og væri hún miklu betri, en sú, er menn hingað til hefði haft. Um sama leyti kom Sonntag aptur frá Döllingen með 2 námumenn. Nú settu allir von sína til þeirra; — því þó menn hefðu mikið álit á mönnum þeim, er vanir voru að grafa brunna, þá voru samt námumenn álitnir öllum mönnum fremri í því að grafa í jörðu niður. Þeir rannsökuðu nákvæmlega brunninn um kveldið, og sögðu, að það væri óefað, að bræðurnir væri dauðir, en grafa mælti upp lík þeirra. Þeir heiml- uðu 2 ríkisdali um daginn, og nógan mat og drykk. Sveitarstjórnin, sem var við slödd, gekk þegar að þess- um kostum, og næsla morgun, 12. dag desembermán- aðar, fjórum dögum eptir að hrundi niður í brunninn, tóku námumennirnir til starfa.

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.