Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Blaðsíða 17

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Blaðsíða 17
17 svo að ekki vildi til nýtt óhapp. Eptir þetta gekk vel að grafa upp brunninn, föturnar flugu upp vinduna og sandhrúgurnar jukust svo að furðu gegndi. Það var auðheyrt á þeim, sem við voru, að nú var kominn breyting á hugsunarhátt manna og hugarfar. Gleði og hátíðleg kyrrð var auðséð á ðllutn; menn voru hissa og furðnðu sigáþessu, lofuðu guð hátt og þökk- uðu honum. Var það ei eins og menn stæðu við gröf Lazarnsar og heyrðu þessi drottins orð: »Lazaruskom þú út!» Læknirinn hafði verið strax sóttur, og þeim Traugott höfðu verið gefnar nokkrar hveitibrauðskökur, sem þeir strax gleyptu við, eptir því sem verkamenn- irnir sögðu, því næst var þeim gefin mjólk og hverjum þeirra eitt hrátt egg. Prestur lét búa upp 2 rúm í stofu sinni, þvi hann var hræddur um, að ef bræðurnir væru bornir heim til sín, þá mundu menn gera út af við þá með forvitni og umönnun, eða ættingjar þeirra jafnvel af eintómri elsku lil þeirra deyða þá með því að gefa þeim of mikið að eta í fyrstu. Klútar voru og sendir niður til þeirra, er þeir skyldu binda fyrir augu sér, svo að dagsbirtan, er þeir voru orðnir afvanir, skyldi eigi saka þá. Einni stundu eptir miðaptan 19. dag desembermán- aðar varð sá eptirþráði atburður, að Traugott, eldri bróðirinn, var dreginn upp úr brunninum, vafinn voðum og brekánum; stóð hann í fötunni, en var jafnframt bundinn við dragreipið. Hvílík sjón! »Bróðir minn! Bróðir minn«! Iíallaði Christof, er hafði heygt sig út yör brunnbarminn, fullur eplirvæntingar, »þarna kemur hann bróðir minn!« Ilann greip í fötuna, náði í bróð- ur sinn, leysti hann, tók hann upp og bar hann tilr- andi með aðstoð nokkurra annara manna inn í prests-

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.