Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Blaðsíða 30

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Blaðsíða 30
30 hvarfs í guðsorði og bæninni. En þetta breyttist, er framliðu stundir; hann sá að margir heiðvirðir menn, sem hann unni og virti, lítilsvirtu trúarbrögðin og hædd- ust að þeim, er lásu í ritningunni; hann fór því leynt með, að hann gjörði það og þorði eigi að láta bera á sannfæringu sinni. I’etta var hið fyrsta stig til vantrú- arinnar, að hann blvgðaðist sín fyrir drottinn sinn og frelsara; trú hans varð veikari og innan skamms festi eflnn rætur í hjarta hans; smámsaman hætti hann, að leita drottins í bæninni og guðs orði. Ástundum kom honum þó til hugar, hve sæli hann hafði verið við þá trú, er hann hafði sem barn og mundi hafa viljað vinna allt til, að öðlast hana aptur; en hvernig átti það að verða, þegar hann nú eigi framar leitaði hjálpar, þar sem hana var að finna. Um þessar mundir var hann fermdur; en það var eigi kristindómurinn, sem hann var fermdur upp á; hann var að vísu látinn læra ýmsar góðar siðareglur; presturinn tók fram, að eigi mætti stela, Ijúga né svíkja, því þá yrðu menn fyrirlitnir af heiminum, og það að verðleikum; en aðra ástæðu tók hann eigi fram fyrir skyldunni við náungann; hann minntist eigi á elskuna til guðs og hlýðnina við hann. Fermingarloforðið út- listaði hann svo, að menn ættu að uppfylla skyldur sín- ar við mannfélagið, og það eitt hafði drengurinn í huga, er hann vann heilið. Því miður var það eigi eindæmi á þeim tímum, að börn voru þannig búin undir ferm- ingu. Drengurinn hafði verið settur til mennta, og hafði það verið ætlun bæði hans sjálfs og foreldra hans, að liann yrði prestur; þessari ætlun sleppti hann nú, því vantrúin festi cinatt dýpri rætur í hjarta lians, en hann

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.