Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Blaðsíða 7

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Blaðsíða 7
? að þér að eins trúið því, að yður muni veitast það, sem þér biðjið um í bæn yðvarri, þá mun það veitast yður. Ákalla þú mig í neyðinni, og eg mun frelsa þig, og þú skalt vegsama mig». Og þeir leituðu til hans, föður miskunsemdanna, og báðu liann: «Lát þú þá lifa, er sandurinn gróf, og lát þeim verða náð upp heilum á hóíi'i. Því næst hétu þeir guði: «Ef þú bænheyrir oss, þá viljum vér lofa þig, og snúa hjörtum vorum til þín». Menn grétu almennt hástöfum í kirkjunni, en presturinn trúði þessu fastlega: «Drottinn mun bæn- heyra oss!» og gekk í messulok styrktur í huga heim til sín. Um kveldið sótti hann heim ættingja bræðranna; hann fann þá niðurbeygða af biturri sorg; allir höfðu samt getað grátið, nema kona Traugotts, hún gat það eigi fyrri en prestur var kominn. Sorg þeirra var gremjulaus, og þeir opnuðu hjörtu sín fyrir huggun guðs orða. Einkum sýndi Christof, þriðji bróðirinn, er kom upp úr brunninum í því sama vetfangi og sand- urinn hrundi yfir hina bræðurna, karlmannlegt trúarafl, og kristilega kærleiksgnótt, svo að þá sást glöggt, hvílíka gimsteina sannkristin sál ber hulda í sér. Þó hann væri gagntekinn af hinni dýpstu sorg, gekk liann samt ötullega fram í því að veita hinum huggun og sýna þeim kærleiksrík atlot; liann huggaði hina ístöðulausu móður sína með sonarlegum tryggðarorðum, og þó hann væri þreyttur, gaf kærleikinn honum krapta, svo að enginn sýndi meiri ötulleik né þol í því að moka upp sandinum en hann, og var hann allt af í verki með, er tilraunir voru gjörðar til þess, að bjarga bræðrum hans. Mánudaginn gekk vel úfram með að ná sandinum

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.