Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Blaðsíða 22

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Blaðsíða 22
22 Rigningarvatnið, sem verkamennirnir ofan til í brunn- inum álitu svo háskalegt, streymdi niður í djúp brunns- ins, og svalaði og hresti bræðurna eins og brjóst móð- urinnar svalar brjóstmylkinginum og hressir hann. En livernig áttu þeir að safna saman vatnsdropunum? Flaskan, sem brennivínið hafði verið á, var einhvers- staðar grafin niður í sandinn. Fyrst létu þeir dropana drjúpa í munn sér, síðan settu þeir tóbakspípu höfuðið undir þá, þar sem þeir fundu, að vatnið draup niður. Til þess ei læki niður úr pípuhöfuðinu, tróðu þeir einhverju í neðra op þess. Bikar þessi var ekki mjög veglegur, en hann fylltist og fylltist aptur og aptur af — vatni, og þetta vatn var þeirra líf. — Dag og nótt söfnuðu þeir vatni í pípuhöfuðið og drukku, og með vatni þessu viðhélt guð líft þeirra í 11 daga. Siðasta daginn draup lilið sem ekkert, svo að hjálpin mátti ekki koma seinna en hún kom. »En hafið þið ekki verið hræddir, og örvæntingarfullir?« spurðu menn þá. »Ekki get eg sagt það« svaraði Traugott þá, »við höfum því nær ætíð haft þá öruggu von, að guð mundi frelsa okkur, og þegar Vilhjálmur varð kvíðinn, þá sagði eg honum, að guð mundi ekki hafa tilbúið okkur þettahæli né heldursent okkur vatn, efhannei ællaði séraðbjálpa okkur. Marg- opt var eins og brjóst okkar væri samanherpt af kvíða, því það er óttalegt að sitja niðri í djúpri gröf, orpinn nokkurra faðma sandi, en þá gjörðum við bæn okkar til droltins, og er við höfðum beðið guð af öllu hjarta, þá urðum við aptur rólegir. Við höfum líka sungið«. »Hvað sunguð þið þá?« Við sungum: »Ó, herraJesú! hjá oss ver með hjartans miskun þinni« og: »Hver sem ljúfan guð lætur ráða», og »Þá háski’ og neyð að höndum ber, ó herra guð ei vík frá mér!« Einu sinni

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.