Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Blaðsíða 3

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Blaðsíða 3
LANDSTJÓUN. 3 frumvarp um það mál fyrir ríkisþingið og síðan gjört það að lögum, er samþykki þess var fengið (stjórnarstöðulögin 2. jan. 1871); en hins vegar hefði hann eigi viljað gjöra frumvarp sitt til alþingis 1869 um stjórnarskrána eða hin sjerstöku mál ís- lands að lögum gegn ósk þingsins, og því hefði hann með til- liti til þess að stjórnarstöðulögin voru út komin látið semja nýtt frumvarp til stjórnarskrár um hin sjerstöku mál til að leggja fyrir það þing, er nú fœri í hönd. í frumvarpi þessu, er nú var lagt fyrir þingið, var svo ákveðið, að konungur skyldi hafa hið ceðsta vald yfir hinum sjerstöku málum íslands, og láta hlutað- eigandi ráðgjafa framkvæma það, en að hið oeðsta vald innan- lands skyldi á ábyrgð ráðgjafans fengið í hendur landshöfðingja, sem konungur skipaði og sem skyldi hafa aðsetur sitt á íslandi; ábyrgð ráðgjafans skyldi nákvæmar ákveðin með lögum (2. og 3. gr.). Enn fremur var þar ákveðið, að föst fjárhagsáætlun skyldi ákveðin með lögum (24. og 25. gr.). Svo var og enn ákveðið, að stjórnin gæti veitt öðrum manni umboð til að vera á þingi við hlið landshöfðingja (34. gr.). í*essi atriði úr frumvarpinu eru hjer sjerstaklega tekin fram, með því að það voru þau, er mestur ágreiningurinn varð um á þinginu. Úr ýmsum kjördœmum landsins voru og komnar til þings- ins 16 bcenarskrár, er höfðu verið samdar og undirskrifaðar á hjeraðafundum, er haldnir höfðu verið víðsvegar um land áð- ur en þing byrjaði; fáar þeirra voru um stjórnarskipunina sjálfa eða fyrirkomulag hinnar œðstu stjórnar, en þar á mót höfðu flestar þeirra að niðurlagsatriðum áskoranir um, að þingið mót- mælti stjórnarstöðulögunum 2. jan., krefðist þess, að hið fasta árgjald úr ríkissjóði Dana yrði 60000 rd., og beiddist þess, að málið um stöðu íslands í ríkinu yrði lagt fyrir sjerstakt fulltrúa- þing á íslandi með fnllu samþykktaratkvæði. fingið setti 9 manna nefnd til að athuga bæði frumvarp konungs og bcenarskrár þjóðarinnar. En hjer kom þegar ágrein- ingurfram og skiptist nefndin í tvo hluti. Meiri hlutinefnd- arinnar fann það að frumvarpinu til stjórnarskrár- innar 1, að hin ceðsta framkvæmdarstjórn hinna sjerstöku mála íslands væri látin vera í fjarska frá þinginu, því að lög- gjafarvald og fjárforræði þingsins gæti eigi komið að sönnum notum nema með rólegri samvinnu þings og stjórnar; 2, að r

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.