Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Blaðsíða 16

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Blaðsíða 16
1() IíANDSTJÓRN. 1869, en meðan fje er eigi fengið til að byggja hús þessi, skal fylgja hinum eldri hegningarlögum í því efni. 3, Tilskipun, er hefur inni að halda viðauka við tilskipun 5. jan. 1866, um fjárkláða og önnur næm fjárveikindi á íslandi, dagsett 4. dag marzmánaðar. 4, Tilskipun til bráðabirgða um eptirlaun handa yflrdómara Benedikt Sveinssyni, sem vikið hefur verið frá embætti, dag- sett I. dag aprílmánaðar. Enn fremur má geta um : 1, auglýsing lögstjórnarinnar um áætlun um tekjur og útgjöld íslands frá 1. apríl 1871 til 31. marz 1872, dagsetta 4. dag marzmánaðar, og byggða á konungsúrskurði, dagsettum sama dag, — og 2, auglýsing póstmálastjórnarinnar um að ákvörðun tilskipunar 28. marz 1871, um sendingar með póstum, verði beitt á ís- landi 1871, dagsetta ll.dag aprílmánaðar. Um dóma og dómsmál á íslandi er fátt að segja. Málaferli eru þar eigi mikil. Glœpir eru þar sjaldgæfir og saka- mál því örfá; brot á móti lögreglu eru þar alltíð, en örðugt að gæta hennar, svo að lögreglumál eru þar því nær engin; deilur manna á meðal eru í meira lagi, en með því að mjög er kostn- aðarsamt að reka rjettar síns, þá koma eigi mörg prívatmál til dóms og laga. í hinum íslenzka landsyfirrjetti voru næstliðið ár dœmd 42 mál; af þeim voru 26 prívatmál, en 16 sakamál og lögreglumál. Af málum þeim, er dœmd voru í yfirrjetti, má geta tveggja, er merkust þykja. Annað þeirra er hið svokallaða laxa- veiðamál milli Ágústs Thomsens, kaupmanns í Reykjavík, og Benedikts Sveinssonar, yfirdómara á Elliðavatni. Thomsen á veiði í Elliðaánum og veiddi í þeim með þvergirðingum; Benedikt á land að ánum ofar; hlóð hann flóðgarða til að veita þeim á engi sitt og hepti með því framrás vatnsins, svo að Thomsen þóltu árnar eigi laxgengar; en er vatninu var aptur hleypt fram, varð megin þess svo mikið, að flóði yfir veiðigirðingar Thom- sens, svo að lax stökk upp yfir þær; Thomsen þótti veiði sinni spillt og krafðist þess, að Benedikt yrðu bannaðar vatnsveiting- arnar. Hins vegar þóttist Benedikt eiga fullan rjett á að nota árnar fyrir sínu landi, bæði til veiða og vatnsveitinga, og þótti

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.