Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Blaðsíða 28

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Blaðsíða 28
28 ATVINNUVEGIR. gren þeirra, en einkum með því að eitra fyrir þær. Meiri brögð urðu að tjóni því, er f j á r s ó 11 i r n a r unnu. Fjárkláðinn er enn eigi undir iok liðinn, og hefur hans víða orðið vart á hinu gamla kláðasvæði, þótt hann fœri nú eigi jafngeyst sem fyr. Litlar tilraunir hafa verið gjörðar af hálfu yfirvaldanna til að hepta hann, nema að því er boðið var að baða fje í sumum sveitum, og var það gjört ( Grindavík ; aptur á móti s k á r u flestir bœnd- ur á Vatnsleysuströnd niður allt fje sitt um haustið. Svæði það, er grunað er um kláða, er því nær öll Gullbringu- og Kjósar- sýsla og hjeruðin Grafningur, Ölfus og Selvogur í Árnessýslu. Árnesingar undu því illa, er kláðinn var aptur farinn að breiðast út; á fundum, er þeir hjeldu í desembermánuði, var það sam- þykkt, að rita stiptamti og heimta vörð settanumallt hið grun- aða svæði, en ella að setja vörðinn sjálfir með styrk annara sýslna; enn fremur bundust þeir föstum samtökum um það, að láta enga sauðkind af hendi inn fyrir varðlínuna, fyr en gjöreytt væri öllu fje á hinu grunaða kláðasvæði; leituðu þeir og að fá aðrar sýslur, er vant erað reka fje úr á kláðasvæðið, til að lofa hinu sama, og var vel tekið undir það. Af öðrum sóttum á sauðfje má einkum nefna ormasýki, er víða gekk um vorið, og b r á ð a s ó 11 i n a, er gekk um haustið og framan af vetri, og varð allskœð víða, einkum norðanlands. Um nautfjárrœktina er ekkert að segja, því að hún hef- ur staðið í stað, og hvorki fengið nokkrar bœtur eða nokkurn hnekki næstliðið ár, svo að nokkru muni. Þess eins má geta, að arðuraf kúm var veturinn 1870—71 í allgóðu lagi á norðurlandi, en lakari á suðurlandi, en þar á móti veturinn 1871—72 í allgóðu lagi á suðurlandi, en lakari á norðurlandi. Um hesta má þess eins geta, að mikið hefur verið selt af þeim lil annara landa næstliðið ár, einkum úr Borgarfirði og af Rangárvöllum, og hefur sumstaðar orðið vandræði úr hesta- fæð á eptir. Ilrossafaraldur gekk á Suðurnesjum í janúarmán- uði, en eigi urðu mikil brögð að því. Æðarvarp var víðast í góðu meðallagi og sumstaðar í bezta lagi, og olli því vorblíðan. Veiðiskapnr er hinn arðsamasti atvinnuvegur á ís- landi, þar sem hann er stundaður og þegar hann heppnast vel, en út af því bregður optlega. Af öllum veiðiskap er fiskiaflinn

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.