Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Blaðsíða 29
ATVINNOVEGIR.
29
(þorsk- og ýsuafli) mest stundaður, en þar næst hákarlsaflinn.
Á síðari árum hafaíslendingar lagt kapp á að bœta skipastól
sinn og veiðarfœri, og hefur það borið góðan árangur; all-
mörgum þiljuskipum hefur og verið komið upp á síðari
tímum, einkum við Eyjafjörð, og hafa þau helzt verið höfð til
hákarlaveiða. Framförum í sjómennsku hefur einnig
nokkuð miðað áfram næstliðið ár. Hið eyfirzka ábyrgðarljelag
bjet 100 rd. gjöf til að koma á sjómannaskólaá norður-
landi, þar er kennd væri sjómannafrœði, siglingalist, seglagjörð
o. fl. Skóli þessi var haldinn um veturinn 1870—71 á Haga-
nesi í Fljótum, og kenndi þar sá maður, er Jón Loptsson heitir.
I skólanum voru 9 lærisveinar og voru 8 þeirra útskrifaðir (
marzmánuði. Skólinn var aptur haldinn veturinn eptir. Frá
afskiptum alþingis af sjómannakennslumálinu er áður sagt.
Fiskiaflinn var, þegar á allt er litið, nokkru minni næst-
liðið ár en undanfarin ár í flestum veiðistöðvum landsins, og gaf
þó optast vel til flskiróðra, nema framan af vetrarvertíðinni, sakir
storma þeirra og óveðra, er um þær mundir gengu nálega yfir
allt land. Sunnanlands hafði á haustvertiðinni 1870 aflazt
mjög lítið, en þegar um nýár tók að fiskast í hinum syðri veiði-
stöðvum við Faxaflóa, einkum stútungur og ýsa; hjelzt það við
fram að vertíðarkomu; um þær mundir er vertíð byrjaði, gjörði
sjóveður ill, og varð nær hvergi róið til fiskjar í langa hríð.
t>á er veðrunum ljetti seint í marzmánuði, tók aptur að fiskast
allvel í hinum syðri veiðistöðvum, einkum í net, og höfðu þau
þó œrið skemmzt víða sakir illviðranna. Þá er leið á vertíðina,
fór aflinn vaxandi, og tók þá einnig að fiskast í hinum innri
veiðistöðvum í flóanum. í ofanverðum marzmánuði tók einnig
að fiskast austanijalls, og fiskaðist þar mætavel um hríð, eink-
um í hinum eystri veiðistöðvum, frá þorlákshöfn og austur með
öllu landi; mestur var aflinn um Loptsstaðasand í Flóa. Undir
vertíðarlok tók aflinn hvervetna að þverra sunnanlands. Hlutir á
vetrarvertíðinni höfðu víðast orðið þar í meðallagi; raunar voru
þeir hvergi nærri jafnir að upphæð sem undanfarandi ár, en
fiskurinn var aðjafnaði vænni. Framan af vorvertíðinni fiskaðist
nokkuð, en mjög lítið þegar á leið, og varð vorvertíðaraflinn í
minnsta lagi. Á haustvertíðinni var afli einnig fremur litill syðra.
Undir Jökli var afli í minna lagi allar vertíðir. Við ísa-