Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Blaðsíða 22

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Blaðsíða 22
22 MANNFJÖLGUN. eigi á jafnframt. — Taksótt og lungnabólga var víða samfara kvefsóttinni, og auk þess allviða annarstaðar; um vorið var hún megnust I norðurlandi, en um haustið og fyrri hluta vetrar gekk hún víða um land; hún lagðist eigi að eins á börn og gamalmenni, heldur og á fólk á öllum aldri, og varð mörg- um að bana. — Hálsbólga gekk óvíða, en var ill viðureign- ar þar sem hún kom. — Taugaveiki nokkur var um vorið og framan af sumri, en fór hœgt; í ágústmánuði kom upp ill- kynjuð taugaveiki í Reykjavík; fór hún mjög geist í fyrstu, en rjenaði, þegar áleið sumarið; um sömu mundir var hún í Austur-Skaplafellssýslu; um haustið og framan af vetri stakk hún sjer niður á ýmsum stöðum, en þó varð hún hvergi megn, nema sumstaðar í Skagafirði; sýki þessi Ijek marga þá verst, er voru á bezta aldri, og felldi þá helzt, er hraustastir voru. — Bólgusótt gekk sumstaðar syðra um haustið; hún tók marga, en drap fáa. Af slysförnm á íslandi eru drukknanirnar mann- skœðastar; næstliðið ár hafa þær orðið allviða, einkum í sjó. Skal hjer getið hinna helztu skipskaða: 7 menn drukknuðu við Sval- barðsströnd 10. jan.; 3 menn drukknuðu undir landi í Eyrar- sveit 31. jan.; 2 menn drukknuðu undir Dyrhólaey 28. febr.; 12 menn drukknuðu í Bolungarvík 2. marz.; 26 menn drukkn- uðu undir Dyrhólaey 20 marz.; 4 menn drukknuðu við Ejalar- nes 22. marz.; 4 menn drukknuðu í Súgandafirði seint í maí.; 2 menn drukknuðu í Straumfirði í miðjum júlí.; 2 menn drukkn- uðu i Steingrímsfirði l.ágúst; 2 menn drukknuðu við Búlands- nes í miðjum ágúst; 2 menn drukknuðu á Breiðafirði 29. des- ember. Auk þeirra, sem hjer eru taldir, urðu ýmsir fleiri sjó- dauðir. teir sem í sjó fórust næslliðið ár munu hafa verið nær 90. J>eir sem drukknuðu i ám voru 6—10. Af þeim, sem fórust af öðrum slysförum, urðu 5 úti í óveðrum, eða týndust á líkan hátt, 1 fórst í snjóflóði, 3 hröpuðu fyrir björg ofan, 1 var skotinn tilbana og 1 særðisttil ó- lífis á Ijá. Eptir skýrslum eru það alls 119 menn, er næst- liðið ár hafa farizt af slysum á íslandi. Margir þeirra voru hinir nýtustu og efnilegustu menn, en með því að flestir þeirra voru eigi þjóðkunnir, þá þykir eigi þörf að nafngreina þá bjer frem- ur en aðra, þótt þeir hafi dáið af slysum.

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.