Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Blaðsíða 4
4
LANDSTJÓRN.
bin œðsta framkvæmdarstjórn skuli vera falin á hendur dönskum
ráðherra, er sje ókunnugur landshag og þjóðerni íslendinga, því
að þá sje hætt við, að stjórn og löggjöf verdi bæði óhaganleg
og óþjóðleg ; 3, a ð landshöfðinginn á íslandi skuli standa bein-
línis undir hinum danska ráðherra með ábyrgð fyrir honum ein-
um, því að með því verði landshöfðinginn eigi að sönnum not-
um fyrir ísland, er hann sje að eins þjónn hins danska ráð-
herra; 4, að þessi hinn danski ráðherra skuli hafa ábyrgð gjörða
sinna eingöngu fyrir ríkisþingi Dana, því að engin trygging sje
fyrir því, að landstjórnin á íslandi verði eigi gjörræði, nema hún hafi
fulla ábyrgð eingöngu fyrir íslenzku þingi; 5, að ákveðin skuli
vera föst fjárhagsáætlun, því að með því sje skertur fjárveizlu-
rjettur alþingis og hendur þess bundnar í fjárráðum; 6, að öðr-
um manni megi veita umboð til að vera á þingi við hlið lands-
höfðingja, því að það hlyti að draga úr áhrifum þeim, sem
návist landshöfðingja ætti að hafa á þingið; 7, að eigi sje
gjört ráð fyrir erindisreka af íslands hálfu við hönd konungi,
þ v í a ð annars þurfi landshöfðingi sjálfur ávallt að fara úr landi
til að flytja hvert mál fyrir konungi; 8, að eigi sje ákveðið í
stjórnarskránni, hver sjeu að minnsta kosti hin helztu sameigin-
leg málefni Islands og Danmerkur, því að um það geti orðið vafi
mikill; 9, að eigi sje áskilinn sjerstakur atkvæðisrjettur handa
alþingi um þau gjöld, er kynnu að verða lögð á ísland til al-
mennra ríkismála, því að með því sje skertur rjettur alþingis, ef
það fær eigi að ákveða öll gjöld af landinu; 10, að eigi sje
nein ákvörðun um það, að konungur megi eigi náða landshöfð-
ingja fyrir brot á stjórnarskránni, nema alþingi samþykki, þ v í
a ð ef konungur megi skilyrðislaust náða hann, þá hverfi ábyrgð
hans fyrir þinginu; 11, að eigi sje í stjórnarskránni nokkur
ákvörðun um landsdóm, er dœmi þau mál, er höfðuð kynnu að
verða gegn landshöfðingjanum, því að slikt sje nauðsynlegt, ef
ábyrgð eigi að verða komið fram á hendur honum.— Meiri hlut-
inn kvað einnig upp það álit sitt um stjórnarstöðulögin,
að þau gætu eigi verið skuldbindandi fyrir ísland, þar eð þau
væru röng að formi og óhaganleg að efni; það sem
hann fann að forminu var það, að ríkisþing Dana hafi verið látið
hafa algjörðan atkvæðisrjett um lilbúning laganna, því að með
því hafi verið brolinn alkvæðisrjettur alþingis, er því beri að lög-