Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Blaðsíða 7

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Blaðsíða 7
LANDSTJÓRN. 7 arnir og ástœðurnar voru því nær hinar sömu, er nefndin hafði bent á, er eigi þörf á að geta þeirra hjer sjerstahlega; en það sem þingið einkum tók fram var það,að ógjörandi væri, að œðsta stjórn landsins væri í fjarska frá landinu og hefði ábyrgð fyrir dönsku þingi; úr þessu kvað það mega boeta á tvennan hátt, annaðhvort meðþví, að landstjóri sje skipaður á íslandi, er sje þar búsett- ur og hafl ábyrgð fyrir alþingi, og erindsreki sje jafnframt skip- aður í Iíaupmannahöfn, sem i umboði landsstjórans og á hans ábyrgð beri þau mál upp fyrir konungi, er undir hans úrskurð þurfi að koma, eða hins vegar með því, að skipaður sje yflr landið konunglegur umboðsmaður eða jarl, er hafl undir sjer einn eða fleiri ráðherra, sem hafl ábyrgð fyrir alþingi. í*ó að þinginu þœtti þetta síðarnefnda fyrirkomulag ceskilegast, vildi það eigi gjöra það að aðaltillögu sinni, en kaus heldur hitt, og breytti frumvarpinu samkvæmt þvf. Samkvæmt því, sem hjer hefur sagt verið, beiddi þingið (meiri hlutinn) konung þess: að staðfesta hið breytta frumvarp þingsins (samþykkt með 17 atkvæðum gegn 8), og til vara: að, ef hann eigi geti samþykkt þetta frumvarp þingsins, þá að skipa þann mann yfir ísland, er haft œðstu stjórn lands- ins á hendi, og stjórnarherra með lagaábyrgð fyrir alþingi, og setja ákvarðanir um það inn í stjórnarskrána (samþykkt með 16 atkvæðum gegn 9). Jafnframt ljet þingið (meiri hlutinn) í ljós óánœgju þings og þjóðar með lðgin 2. jan. 1871, með þeim ástœðum, er fyr eru greindar, og lýsti því yfir: 1, að það gæti eigi viðurkennt, að lög 2. jan. 1871 sjeu bind- andi fyrir ísland eins og þau nú liggja fyrir (samþ. með 14 atkv. gegn 10). 2, a ð það taki fyrir íslands hönd á móti þeim 30000 -+- 20000 rd., sem eptir lögum 2. jan. 1871 eiga að greiðast úr rík- issjóði Danmerkur í hinn íslenzka landssjóð, en geti þar á mót eigi viðurkennt, að öll skuldaskipti milli rfkissjóðsins og íslands sjeu þar með á enda kljáð (saraþ. með 15 atkv. gegn 9). 3, að jafnframt og þingið geymi þannig íslandi rjett þess ó-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.