Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Blaðsíða 30

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Blaðsíða 30
30 ATVINNUVEGIU. fjarðardjúp var allgóður afli á vetrarverlíðinni, þegar gaf til róðra; á vorvertíðinni var afli þar hinn bezti, en nokkru minni um haustið. í Hrutafirðiog Miðfirði aflaðist mjög vel að áliðnu sumri og fram á haust. í Eyjafirði fiskaðist mjög lítið framan af árinu og allt fram í aprilmánuð; þá tók þar nokkuð að fiskast, og stóð svo um hríð; en í maímánuði hvarf aptur allur fiskur við selhlaup, er kom um þær mundir, og kom eigi aptur fyr en í júlímánuði; þó fiskaðist þar lítið fyr en fyrst i september; þá tók aflinn að aukast og stóð fram á haust, en þverraði þó, er á leið haustið. Á Austfjörðum tók að fisk- ast í aprílmánnði og fiskaðist þar allvel um vorið og sumarið, en ágætlega um haustið. Hákarlsafli var næstliðið ár allgóður. Sunnanlands var tveim skipum haldið til hákarlaveiða um vorið, og öfluðu þau allvel. Dndir Jökli var og sœmilegur hákarlsafli, þegar róið var. Úr Eyjafirði gengu mörg skip til hákarlaveiða og öfluðu þau mætavel fram i júnímánuð, en nokkuð minna síðan. Á Austfjörðum voru og höfð úti nokkur hákarlaskip um sumarið og öfluðu þau vel. Sildar- og upsaveiði var víða lítil næstliðið ár; þó varð upsaganga mikil í Hafnarfirði fyrstu dagana í febrúar, og nam það 1600 tunnum, er kom á land á fjórum dögum; úr hverri tunnu fengust hjer um bil 10 merkur lýsis; tunnan var seld á 64 skildinga; sóttu margir feng þennan langt að og varð að því góð björg. Lax- og silungsveiði var í minna lagi á suðurlandi, en aptur fremur f meira lagi á norðurlandi. Selafli var víða góður; mestur var hann kringum Eyja- fjörð og við Langanes um sumarmál. Hreindýraveiðar eruþví nær hinar einu dýraveiðar á íslandi, og eru þær þó að minnka; þó voru enn skotin nokkur hreindýr fyrir ofan Hafnarfjörð næstliðinn vetur. Á tóuveið- ar er áður minnzt. Bjargfuglaveiði var á flestum stöðum í minna lagi. Annarar fuglaveiði er eigi getandi. Reka má einnig geta hjer, þó að þeir sjeu fremur höpp en veiðar eða afli. Hvalrekar urðu nokkrir að áliðnu sumri á Melrakkasljettu, fistilfirði, Langanesi og í Fjörðum austur;

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.