Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Blaðsíða 31
ATVINNCVEGIB.
31
voru hinir stœrstu hvalirnir 40 álna að lengd. Trjárekar
urðu og einnig nokkrir, einkum á Hornströndum vestra og (
Skaptafellssyslu og Grindavík sj'ðra. Strandrekar mega
einnig teljast með höppum ísiendinga, þó að þá leiði af ó-
höppum annara; næstiiðið ár höfðu Islendingar þó mjög lítil
höpp af óhöppum þessum.
Erlendir aflamenn lágu einnig við strendur íslands
næstliðið ár sem undanfarin ár. Hið frakkneska fiski-
veiðafjelag sendi miklu færri skip til íslands um vorið en
vant er að vera; kom það af ófriðnum, er Frakkar höfðu þáátt;
sumir skipaeigendurnir höfðu orðið að láta skip sín í herskatt, eða
voru svo nauðulega staddir, aðþeirgátu eigi búið þau að mönn-
um eða vistum. fau skip, er komu, öfiuðu vel, og barst eigi
mjög á. Hið danska fiskiveiðafjelag, er undanfarin ár
hefur haft skip til veiða við strendur íslands, hafði beðið slíkt
tjón á útveg sínum, að því þótti nú mál að hætta; á fundi, er
fjelagsmenn hjeldu í febrúar í Kaupmannahöfn, taldist svo til,
að tjónið næmi 240000 rd.; var þá fjelagið rofið og skip þess og
veiðarfoeri seld. Norskir síldarveiðamenn lágu fyrir
Austíjörðum um sumarið, en öfluðu lítið. Hollenzkurhval-
veiðamaður lá einnig fyrir landi á Austfjörðum ; aflaði hann
vel, og var í september búinn að fá 12 hvali; seldi hann lands-
mönnum rengið við góðu verði, en gaf þvestið, og varð það
mörgum að björg.
Að þvi er snertir námnr á íslandi, má geta þess, að
næstliðið sumar kom til íslands prófessor einn danskur, John-
strup að nafni, til að skoða brennisteinsnámurnar í
Þingej'jarsýslu; var hann sendur að ráði lögstjórnarinnar og átti
að rannsaka, hve mikill brennisteinn væri í námunum, og láta í
Ijósi álit sitt um það, hvernig raætti gjöra hann arðsamastan
fyrir landið. Johnstrup rannsakaði námurnar vandlega og komst
að þeirri niðurstöðu, að Hlíðarnámurnar væru auðugar að góð-
um brennisteini og gætu orðið mjög arðberandi; Fremri námur
(og sömuleiðis Þeystareykjanámur) áleit hann miður arðberandi,
en þó vel til vinnandi að yrkja þær; Iíröflunámur ætlaði hann
að eigi mundi svara kostnaði að yrkja. Jobnstrup þótti ráðlegast
að selja brennisteinstekjuna á leigu gegn árlegu eptirgjaldi, en
þó með þeim skilyrðum, að leigumaður eigi spillti námunum.