Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Side 34
34
ATVINNUVEGIR.
firði á Vopnafjörð, 12. marz; af skipum þessum týndist farm-
urinn að miklu leyti, en menn komust af. Eitt var það enn, er
studdi verzlunina, en það var það, að vörumagn landsmanna
var i mesta lagi, sökum árgœzkunnar; aptur á mót hnekkti það
nokkuð verzluninni, að aðflutningar kaupmanna voru hvergi
nærri að því skapi, og sumstaðar ónógir. Verðlag áinnlend-
um og útlendum vörum var víðast í bezta lagi; að því er snertir
verðlag á helztu innlendum vörum, þá var meðalverð á
þeim hjer um bil á þessa leið: sallfiskur á 26 rd. skippundið,
harður fiskur á 30 rd. skippundið, lýsi á 25 rd. tunnan, æðar-
dún á 6 rd. pundið, hvít ull á 44 sk. pundið (Gránufjelagið gaf
50 sk.), mislit ull á 32 sk. pundið, tólg á 18 sk. pundið; að því
er snertir verðlag á helztu útlendum vörum, þá var meðal-
verð á þeim hjer um bil þannig: rúgur á 10 rd. tunnan, baunir
á 11 rd. tunnan, bankabygg á 12 rd. tunnan, kaffi á 32 sk.
pundið, sykur á 24 sk. pundið, neftóbak á 60 sk. pundið, munn-
tóbak á 80 sk. pundið, brennivín á 18sk. potturinn. Vöru-
vöndun þótti víða miður en skyldi bæði af hálfu bœnda og
kaupmanna. Vörubirgðir voru nógar af munaðarvöru, en
af nauðsynjavöru reyndust þær fremur litlar er á leið haustið,
en þó varð eigi mein að því til muna. Peningaekla var
allmikil næstliðið ár, en þó eigi jafnmikil sem undanfarin ár.—
Þar sem hjer hefur verið talað um verzlun, þá hefur eingöngu
verið átt við verzlun íslendinga við erlendar þjóðir; af
innanlandsverzlun og sveitaverzlun er ekkert sögu-
legt að segja; á henni liggja, enn sem komið er, svo mörg höpt,
að hún getur eigi blómgazt að nokkrum mun; það, sem helzt
stendur henni fyrir þrifum, eru hinar örðugu og ógreiðu sam-
göngur, bæði á landi og sjó. Til þess að greiða nokkuð fyrir
samgöngunum á landi, hafa enn sem fyrri næstliðið ár verið
gjörðar nokkrar vegabœtur; hin helzta vegabót, er þá var
gjörð, var viðgjörð á vegi þeim, er liggur úr Reykjavík og aust-
ur á Hellisheiði; það er þjóðvegur og tíðfarinn, og var talsvert
gagn að þeirri vegabót. Til þess að greiða fyrir samgöngunum
á sjó hefur í nokkur ár verið í ráði, að koma á gufuskips-
ferðum milli hafna á íslandi, en engin gangskör hefur
enn verið gjörð til að framkvæma þetta, með þvi að fje hefur
eigi fengizt til þess; þó setti lögstjórnin næstliðið ár nefnd í