Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Blaðsíða 25

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Blaðsíða 25
ATVINNUVEGIB. 25 uðinn; komu þá ákafir norðanstormar með hafróti og brimi og fylgdi þeim fannkoma mikil; gjörði þá stórhríð yfir allt norður- land og austurland; stóð hún i fjóra daga samfleytt (12.—15. marz). tá er hríðinni ljetti af, sáu menn, að ís allmikill var kominn undir land, og var jaka þegar farið að reka inn á íirði; sást nú eigi annað fyrir en hallæri; fjenað allan varð að hafa á gjöf, en hey voru víða farin að minnka; allar bjargir voru bannaðar á sjó, en mörg heimili því nær þrotin að vistum. En nú var batinn í nánd; þá er leið á marzmánuð, komu vindar af landi ofan og hröktu ísinn á haf út, og varð hann brátt úr landsýn. Nú tók veður að batna um allt land, snjókomurnar að minnka, stormarnir að stillast, frostin að rjena og sólin að hækka á lopti; þá tók jörð að þiðna og gróa, og fór nú svo fram langa hríð, að sólbráð var um daga, en hœg kœla um næt- ur. Nú voru úli allar vetrarhörkur sunnanlands og vestan, og fór veður batnandi eptir því sem meir nálgaðist vorið. En norðan- lands og austan var ein skorpan eptir. Þá er eptir var ein vika aprílmánaðar, tók veðurátta þar aptur að harðna, og gjörði frost mikil og norðanstorma; rak þá aptur hafis að landi og miklum mun meir en fyr; var sífelld ísbreiða fyrir öllu norðurlandi, allt vestan frá Horni á Hornströndum og austurað Langanesi; horfð- ist nú mjög óvænlega á, en hjer fór betur en á horfðist, því að ísinn náði eigi landfestu og tók þegar að reka undan landi; í öndverðum maímánuði var hann horflnn að fullu og öllu, og varð hanseigivart síðar. Nú tók vorið við, og var það eitt hið blíð- asta og gróðrarsælasta, er verið hefur á þessari öld. Á skömm- um tíma leysli snjó allan úr hlíðum og grasið þaut upp í einni svipan víðsvegar um land; sunnanlands og vestan voru hlýjar vorskúrir og vætur tíðar, en norðanlands og austan voru hœgir þurrkar og sólskin um daga og döggfall um nætur. Alstaðar var hiti mikill, en þó einkum í dölunum norðanlands; seinustu dag- ana í maí og framau af júní var hitinn þar víða allt að 30 stig- um (eptir Réaumurs mæli) móti sól um hádegi, en 20 stig í forscelu, og þegar heitast var, 15 stig undir miðnætti. Um þær mundir er sláttur byrjaði skipti nokkuð um veðuráttu, og tók nú að þorrna upp sunnan- og vestanlands, en aptur að rigna norð- an- og austanlands; á suðurlandi var þurrkurinn minnstur í Skaptafeilssýslu, en á Norðurlandi voru rigningar minnstar í

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.