Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Blaðsíða 15
I.ANDSTJÓRN.
15
í þessu málefni, að efasamt væri, hvort haldandi væri lengra út
í málið, en þó skaut hún því til ákvörðunar þingsins; nefndiu
skýrði enn fremur frá, að gjaílr þær, er greiddar væru og heitn-
ar, næmu til samans eigi fullum 1600 rd., og þó að safnakynni
mega nokkrum hundruðum ríkisdala í viðbót, þá mundi fjeð alls
eigi hrökkva til þess, að fullnœgja ákvörðun þingsins 1867, að
byggja alþingishús úr steini. Forseti lagði skýrslu þessa fyrir
þingið, er kaus nefnd til að íhuga málið. Þingnefndin lagði það
til, að skora á þá menn, er staðið höfðu fyrir samskotunum, að
halda áfram starfa sínum og geyma það næsta alþingi (1873),
að ákvarða, hvernig fje því skuli verja, er innheimtist. tingið
fjellst á tillögur nefndarinnar, og varð það niðurstaða þessa máls
að því sinni. Þess má geta, að af tillögum þeim, er komu
fram um það, hvernig fjenu skyldi verja, Imeigðust þingmenn
helzt að þeirri tillögu, er fór fram á, að verja fjenu til að semja
sögu íslands.
j>egar litið er yflr þau mál er þingið hafði til meðferðar að
þessu sinni, þá getur það eigi dulizt, að flest þeirra eru harðla
þýðingarmikil; sum þeirra lúta að því að bœta skipun á stjórn
landsins, bæði í heild sinni og 1 sjerstökum greinum, sum að
því að auka og tryggja tekjur landsins, sum að því að efla at-
vinnuvegina og sum að almennri þjóðmenningu og öðru því, er
landi og lýð má verða til þrifa og framfara. Öllum þessum
málum gat þingið eigi lokiðáhinum lögákveðna tíma, og lengdi
konungsfulltrúi því þingið um 3 vikur. finginu var slitið 22.
ágúst, og hafði það þá staðið rúmar 7 vikur. Allur kostnaður-
inn við þingið var hjer um bil 11200 rd.
liOg og 1 a g a b o ð handa íslandi komu mjög fá út næst-
liðið ár, og eru þau fljótt talin:
1, Lög um hina sljómlegu stöðu íslands í ríkinu, dagsett 2.
janúar. Gildi laga þessara fyrir ísland eins og þau nú
liggja fyrir hefur alþingi neitað fyrir hönd þjóðarinnar, svo
sem fyr er sagt.
2, Tilskipun um byggingu hegningarhúss og fangelsa á íslandi
m. fl., dagsett 4. dag marzmánaðar. í tilskipun þessari er
boðið að byggja hegningarhús í Reykjavik, til þess að úttaka
vinnuhegningar, og 7 fangelsi 1 landinu, til þess að framkvæma
fangelsishegningar, samkvæmt hegningarlögunum 25. júní