Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Blaðsíða 10

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Blaðsíða 10
10 LANDSTJÓRN. ið sú, að a) af hverju tólfrœðu hundraði af fiski, sem hertur er eða verkaður sem saltfiskur, skuli goldin */* alin, b) af hverri tunnu af söltuðum fiski V2 alin, c) af hverri tunnu af lýsi, af hákarli eða öðrum fiski, sem eigi er gjaldskyldur eptir staflið a og b, skuli goldin ein alin. Nefnd sú, er kosin var til að rœða frumvarpið, hafði einnig fengið til íhugunar nokkrar bœnarskrár um málið, er fóru í líka stefnu og frumvarpið. Nefndin hjelt sjer við aðalstefnu frumvarpsins, en varð ásátt um ýmsar breyt- ingar. Þingið rœddi síðan málið á lögskipaðan hátt. Þótt sú skoðun lýsti sjer hjá sumum þingmönnum, að eðlilegra og hag- kvæmara væri að leggja gjaldið á fremur eptir stœrð skipanna en eptir aflaupphæðinni, þá áleit þingið þó eigi ástœðu til að raska gjaldstofninurn, og beiddist því i álitsskjali sínu til kon- ungs um málið, að frumvarpið yrði gjört að lögum með ýmsum smábreytingum þingsins. 7. Fiskiveiðamálið eða málið um breytingu á til- skipun 13. Júní 1787 (um fiskiveiðar erlendra). Nefnd sú, er þingið setti í málið, rjeð til að aðhyllast frumvarpið, nema 1. grein þess, þar sem hún gæfi enga tryggingu fyrir því að íslend- ingum yrði borgið við ágangi erlendra fiskimanna fremur en er. Þingið komst að sömu niðurstöðu, og bað þess í álitsskjali sínu til konungs, að hann löggilti frumvarpið, þó svo að 1. grein væri felld úr og breytingar þingsins að öðru leyti teknar til greina. 8. Síldarveiðamálið eða málið um síldarveiði með nót. Nefndin, sem sett var í málið, rjeð þinginu að gjöra ýms- ar smábreytingar við frumvarpið, en aðhyllast það ( heild sinni. Þingið gjörði svo, og bað konung síðan í álitsskjali sínu, að gjöra frumvarpið að lögum með nokkrum smábreytingum þingsins. 9. Laxveiðamálið. Nefnd sú, er sett var til að rœða frumvarpið, fjekk einnig brjef um málið til íhugunar. í frumvarpinu er meðal annars ákveðið, að eigi megi veiða lax frá 1. sept. til 20. maí, og á öðrum tíma árs eigi rúman sólar- hring um hverja helgi. Nefndin fjellst á frumvarpið í heild sinni, en gjörði að eins nokkrar smábreytingar. Þingið gjörði á sömu leið, og bað konung um, að lögleiða það með breytingum þingsins. 10. Búnaðarskólamálið. í frumvarpinu er ákveð-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.