Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Blaðsíða 18

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Blaðsíða 18
18 TiANDSTJÓRN. hinum sýslum suðuramtsins......................196/iosk., Mýra- Snæfellsness-, Ilnappadals- og Dalasýslum 24V* —, Barðastrandar-, Stranda- og ísafjarðarsýslum og ísafjarðarkaupstað.........................261/* —, Ilúnavatns- og Skagafjarðarsýslum..............23 —, Eyjafjarðar- og þingeyjarsýslum og Akureyrar- kaupstað...................................22V< —, Múlasýslum.....................................23‘/4 —. Af sveftarmálefnnm íslands er fátt að segja. Hin miklu sveitarþyngsli, er hafa verið undanfarin ár, hafa fremur vaxið en minnkað næstliðið ár, að því er spurzt hefur; þannig var það allvíða, að bœndur þeir, er eigi tiunduðu nema nokkur hundruð, urðu að gjalda 600—700 fiska í sveitarútsvar; má slíkt að miklu leyti eigna harðindum undanfarinna ára og veikindum þeim, er víða gengu næstliðið ár og gjörðu svo marga óverkfœra, að minnsta kosti í bráð. Beiningaferðir fá- tœkra förumanna milli hreppa og hjeraða, er víða hafa tíðkazt á fslandi, hafa þrátt fyrir þetta fremur farið minnkandi, þar eð sveitastjórnirnar hafa gjört sjer far um að stemma stigu fyrir slíku. Að því er snertir lieilbrig’ðismál og læknaskip- u n má geta þess, að sfðan læknasjóðurinn og læknakennsla á fslandi komst á, hefur læknum verið fjölgað um helming, og laun þeirra hafa verið bœtt; en þrátt fyrir það er þó læknaskip- un íslands hvergi nærri í góðu horfi enn sem komið er. Næst- liðið ár hefur ekkert verið gjört til frekari bóta í þeim efnum; engum föstum lækni hefur verið við bœlt, en þar á móti var dönskum skipslækni, er settist að á Austfjörðum, veitt lækningaleyfi. Á spítalann f Reykjavík hafa margir sjúklingar gengið, og hefur hann þótt koma að góðu gagni fyrir þá, er hafa getað notað hann fyrir efnasakir. Af framkvæmdum heil- brigðisnefndanna í norður- og austuramtinu fara fáar sögur. í aprílmánuði komu nokkrar frakkneskar fiskiskútur með bólu- sjúka menn til Reykjavíkur; voru skipin þegar sett i sóttvarn- arhald, en sjúklingarnir lagðir á spitala i Laugarnesi; þegar í stað varið boðið, að bólusetningar skyldu fara fram um allt land, og var það víða gjört. Mikil varúð var og höfð á því, að hafa engar samgöngur við sjúklingana, svo að bólan eigi breiddist út.

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.