Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Blaðsíða 24
24
MANNFJÖLGUN.
auðugur liöfðingi vestanlands, dó 3. júlí, 70 ára. Stúdent
Guðmundur Jónsson í Reykjavík dó 30. ág., 19 ára að
aldri; hann var ágætlega gáfaður og vel að sjer. Tveir skóla-
piltar dóu: Óli Sigfússon Schulesen, 19 ára, 1. jan.,
og Magnús Þorláksson, 20 ára, 12. ág.; báðir voru þeir
hin efnilegustu ungmenni. Meðal merkisbœnda má geta þeirra
Einars Stefánssonar, klausturhaldara á Reynistað, er dó
undirlok aprílmánaðar, 70 ára, Sigurðar Brynjólfssonar,
fyrrum alþingismanns í Múla f Álptafirði, er dó 2. júnf, 79 ára,
Sturlaugs Einarssonar í Rauðseyjum, er dó 24. júnf, 74
ára, Vilhjálms HákonarsonaríKirkjuvogi, er dó 20. sept.,
59 ára, og JóhannesarKristjánssonar, fyrrum á Laxa-
mýri, er dó 2. okt., 78 ára.
Atvinnuvegir.
Með því að atvinnuvegir íslendinga fara optlega svo
mjög eptir því, hvernig viðrar, þá er nauðsynlegt að skýra frá
veðuráttufarinu, áður en minnzt er á atvinnuvegina sjálfa.
Þegar á allt er litið, var veðuráttufar á íslandi mjög gott næst-
liðið ár. Framan af vetrinum 1870—71 var víðast hlýtt veður
og fannkoma lítil; hjelzt það harlnær fram að jólum; þá tók
drjúgum að snjóa, og voru fannalög komin um allt land í árs-
lok. Þegar eptir nýár tók upp snjó allan á suðurlandi, vestur-
landi og um vesturhluta norðurlands, en um austurhluta norð-
urlands voru frost og fannkomur fram undir lok janúarmánaðar;
þó hlánaði stundum dag og dag, og gjörði blota og kaföld;
hlupu þá snjóflóð sumstaðar fram á norðurlandi og gjörðu tjón
nokkurt á fjenaði manna og heyjum. Fyrri hluta febrúarmán-
aðar voru góðviðri um allt land; en er líða tók á mánuðinn, fór
veðurátta mjög að spillast og gjörði nú um hríð hið óslöðugasta
veður, en þó jafnan hart. |>á er kom fram í marzmánuð, harðn-
aði enn meir og kynngdi niður snjó miklum um allt land, en
þó einkum norðanlands; þó tók yfir, er kom fram í miðjan mán-