Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Qupperneq 4

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Qupperneq 4
4 LANDSTJÚRN. ná beinlínis til landssjóðsins, svo að það kom eigi að fullum tilætluðum notum að fresturinn var lengdur. í annan stað mun sumum þeim, er peninga höfðu undir höndum, eigi liafa verið fullkunnugt um peningabreytinguna, einkum að því er frestinn snerti, sem eðlilega leiðir af hinum mjög ófullkomna birtingar- hætti laga á íslandi. En þar við bœttist, að sumir, sem þó vissu af breytingunni og frestinum, og fengu auðveidlega skipt peningum, voru hirðulitlir um að koma þeim frá sjer nógu snemma, eða áttu bágt með að skilja þá við sig. Að líkindum hafa því eigi allir hinir eldri peningar komið fram í tœka tíð. Peningabreytingu þessa alla saman má efalaust telja talsverða rjettarbót, með því að hún bæði gjörir hœgri flutning á pening- um, sökum gullsins, og í annan stað gjörir hún allan peninga- reikning auðveldari, sökum tugakerfisins í hinum nýja peninga- reikningi. þ>ar á mót hefur peningabreytingin haft nokkur áhrif á verzlunina, sem landsmönnum hafa verið miður hagfelld. Kaupmenn hafa nefnilega allvíða notað tœkifœrið, og um leið og þeir hafa breytt skildingum í aura, hafa þeir í viðskiptareikn- ingum og verzlunarbókum sínum hækkað verðlag á ýmsum vörum upp í heilan tug eða hálfan, þar sem eigi stóð svo á, að jafnt varð því, er áður var. Er það þeim bæði hagnaður og hœgðarauki, en skiptavinum þeirra skaði. Kaunar hefur eigi komið til þessa nema á smávörum, þeim er kosta minna en krónu, eða þar sem verðlag eigi stendur rjett á krónu; munar það og lítið hvern einstakan, en landið allt eigi svo lítið. Á breytingn þá í póstgjöldum og burðareyri undir brjef, semleitt hef- ur af peningabreytingunni, var minnzt í fyrra árs frjettum. Enn má og geta þess, að peningabreytingin hefur sums staðar leitt til nokkurs misskilnings á skattgjöldum, er miðuð voru við hina eldri peningamynt. Fjárhagsmál eru jafnan taiin með helztu málum sjer- hverrar þjóðar, en optast nær eru þau harðla margbrotin, svo að örðugt er að gjöra af þeim frjettir, ef vera skal í fám orðum, og enda mjög ervitt að komast niður í þeim til nokkurrar lilít- ar, nema með ítarlegum og kostnaðarmiklum rannsóknum, par að auk verður ekki, eins og hjer á stendur, skýrt frá fjárhag landsins fyrir hvert ár jafnóðum, þar sem reikningstímabilið nær

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.