Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Qupperneq 6
6
LANDSTJÚRN.
gjört mörgum greiðara fyrir, bæði með að fá lán og eins með
að koma fje sínu á vöxtu.
Á það var minnzt í frjettunum í fyrra, að landsböfðingja og
ráðgjafa íslands hefði greint á um skilning á launalögunum 15.
okt. 1875. Út af þessu spunnust nokkrar brjefaskriptir milli
þeirra. Landshöfðingi áloit, að þá er lögin öðluðust gildi,
skyldi hverjum embættismanni fyrir sig í sjálfsvald sett, hvort
liann vildi heldur þiggja laun sín eptirleiðis eptir launa-reglum
þeim, er staðið hafa að undanförnu, eða eptir lögunum, og taldi
þá tilætlun alþingis með þessari reglu, að lögin gjörðu launa-
hagi embættismanna þeirra, er nú eru í embættum, livorki betri
nje lakari en þeirra, er í embættin koma, eptir að lögin öðlast
gildi; skírskotaði hann í því efni til umrœðnanna á alþingi. En
ráðgjafinn fann þar eigi slíkan skilning, heldur kvað það sam-
hljóða bókstaf laganna, að laun embættismanna hækkuðu með
embættisaldri þeirra, þó að þau væri greidd eptir hinum nýju
lögum. Samkvæmt þessu voru þeim þá goldin laun sín.
Endurskoðun allra þeirra reikninga frá íslandi, sem að
undanförnu hafa legið undir endurskoðun erlendis, var nú breytt
þannig, að hún skyldi fara fram eptirleiðis hjer á landi, og var
landfógetanum gegn 1200 króna árlegri þóknun ætlað að endur-
skoða reikninga þessa. Eeikningarnir fyrir 1874 voru samkvæmt
þessu íluttir frá 1. roikningarannsóknardeild ríkisins hingað til
lands, ásamt fylgiskjölum og nokkrum eldri reikningum. Lagði
landshöfðingi og svo fyrir, að dráttur sá, sem að undanförnu
hefur verið á endurskoðuninni, yrði afnuminn, en reikningarnir
þegar tcknir til skoðunar, er þeir koma frá þeim, er samið liafa.
í annan stað brýndi landshöfðingi með umburðarbrjefi 16. maí
það fyrir öllum bœjarfógetum, sýslumönnum og umboðsmönnum,
að fara nákvæmlega og stranglega eptir reglugörðinni 13. febr.
1873 um gjaldheimtur og reikningsskil, og gaf þeim enn nokkrar
reglur þar að lútandi.
Samkvæmt tillögum ráðgjafans úrskurðaði konungur 21.
febrúar, að skylda sú, sem samkvæmt konungsúrskurði 10. maí
1867 hefur hvílt á jafnaðarsjóðunum, að greiða læknasjóðnum
400 kr. árlega úr hverjum sjóði, skyldi falla niður frá 1. jan-
úar 1876.