Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Síða 7

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Síða 7
LANDSTJÓRN. 7 Samkvæmt tillögum landshöföingja ákvaö ráðgjafi íslands 26. maí að taka læknasjóðinn undan umsjón stiptsyfirvaldanna og leggja hann undir stjórn landshöföingja, og jafnframt Jiaö, að tekjurnar af spítalagjaldi, því er sjóðnum ber, og af jörðutn hans, verði greiddar beinlínis í jarðabókarsjóðinn, og gjöld þau, er á læknasjóðnum hvíla, aptur verði greidd úr jarðabókarsjóði. Breyting þessi öðlaðist gildi 1. júlí, og afhentu stiptsyfirvöldin þá landshöfðingja sjóðinn. Samskotasjóður Jóns Eiríkssonar handa prestum í Hóla- byskupsdœmi var einnig, sökum breytingar þeirrar er orðin var á stjórn landsins, tekinn undan umsjón háskólagjaldkerans r Kaupmannahöfn, og lagður undir stjórn landshöfðingja. Sjóð- urinn átti þá 13400 kr. á vöxtum og 402 kr. í peningum. Með lögum 15. okt. 1875 hafði alþingi gefið ráðgjafanum heimild til að selja landsprentsmiðjuna með öllu, er lienni heyrði til, fyrir eigi minna en 20000 kr. í umboði ráðgjafans seldi nú landshöfðingi hana 29. des. fyrverandi forstöðumanni hennar, Einari þórðarsyni, fyrir 21000 kr., og voru eignarumráð hans yfir henni talin frá 1. jan. 1876, eins og hún hefði þá seld verið. Kaupinu fylgdu allar eignir prentsmiðjunnar: hús, áhöld, bókaleifar og útistandandi skuldir, o. fl., en aptur heldur land- sjóðurinn eptir forlagsrjetti á bókum, þeim er prentsmiðjan átti. þriðjungur söluverðsins var greiddur þegar er kaupin gjörðust, en hitt skal gjalda smámsaman, 1000 kr. árlega. Um opinber gjöld má þess geta, að jafnaðarsjóðsgjaldið var nú af hverju lausafjár-hundraði í suðuramtinu 40 aurar, í vesturamtinu 60 aurar, í norður- og austuramtinu 20 aurar. Meðalverð meðalverða eptir verðlagsskránum var: alinin í Skaptafellssýslu.............................. 47 a. - hinum sýslum suðuramtsins..........................57 - Mýra- Snæfellsnes- Hnappadals- og Dalasýslu . . 61 - Barðastrandar- og Strandasýslu.....................59 - ísafjarðarsýslu og kaupstað ......... 63 - Húnavatns- og SkagaQarðarsýslu.....................58 - Eyjafjarðar- og þingeyjarsýslum og Akureyri . . . 55V2 - - Múlasýslum . .............................. 56 Tollmál mega heita ný á íslandi, í þeim skilningi, sem

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.