Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Síða 10

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Síða 10
10 LANDSTJÓRN. alverði allra meðalverða í hvers árs verðlagsskrá. En sökum þess, að búast mætti við peningaeklu, lagði nefndin það til, að greiða mætti gjaldið í nokkrum tilteknum landaurum, en þá skyldi gjalda sjettungi meira, og rynni sá sjettungur til inn- heimtumanns. Gjaldfrelsi sjerstakra stjetta og eigna skyldi af- numið, en þó skyldu þeir menn, sem nú hafa það, hafa það framvegis, meðan þeir eru í sama embætti. Hið annað frumvarp var um tekjuskatt. Sá skattur var gjört ráð fyrir að yrði tvenns konar: skattur af eign, og skattur af atvinnu. Eignarskatturinnn skyldi vera 5 krónur af hverjum 100 krónum, sem tekjurnar nema, hvort sem þær eru heldur af jarðeignum, skuldabrjefum eða öðrum arðberandi höfuðstóh, þó að frádregnum kostnaði, en frá skatti þessurn skyldu þeir und- anþegnir, er eigi hafa 100 krónur í árstekjur. Atvinnuskattur- inn skyldi vera 1 til 5 af hverju hundraði króna i tekjunum, þá er þær nema meira en 1000 krónum, þó svo, að ekkert sje greitt af hinum fyrstu 1000 krónum, en síðan fari skatturinn vaxandi eptir því sem tekjurnar hækka, og aukist um hálfan af hundraði á hverri þúsund, allt að 5 af hundraði, sem greiðist af því, sem tekjurnar eru yfir 9000 krónur. þenna skatt skyldi greiða af allri atvinnu, nema landbúnaði og sjávarútveg (sem sjerstaklegt gjald liggur á), en þó að frádregnum kostnaði, þeim er gengur til að reka atvinnuna. Undanþegnir undan þessum skatti skyldu allir opinberir sjóðar, kirkjur, sveitarijelög, og önn- ur fjelög og sjóðar til almennra þarfa. Gjört var og ráð fyrir að stofna skattanefndir í hverri sveit, og yfirskattanefndir í hverri sýslu, til þess að annast um greiðslu skattsins. b'katt þenna skyldi og greiða í peningum á hverju manntalsþingi. Hið þriðja frumvarp var um húsaskatt, eða skatt af öllum timburhúsum og steinhúsum, sem eigi fylgja jörð, er metin er til dýrleika, nje heldur eru þjóðeignir eða til opinberra þarfa. Skattur þessi ætlaðist nefndin til að yrði 2 krónur af hverjum 1000 krónum í virðingarverði húsanna. Hið fjórða frumvarp nefndarinnar var um laun sýslumanna og bœjarfógeta. Lagði nefndin það til, að þeir skyldi alfir eptir- leiðis fá föst laun úr landssjóði, en tekjur, þær er þeir hingað til hafa haft, aptur renna í landssjóðinn, að frádregnum inn-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.