Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Síða 14
14
LANDSTJÓRN.
sje hinum tveimur málunum óskylt og allt annars eðlis, þar
sem þau bæði snerta hagfrœði, en þetta menntun og upplýsingu.
A siðari árum hafa úr ýmsum áttum, bæði frá lærðum og leik-
um, komið kvartanir yíir því, að skólamenntun vor væri að ýmsu
leyti ófullkomin. Eaunar hafa skólar þeir, er verið hafa (presta-
skólinn og latínuskólinn) haft álit á sjer að mörgu leyti, en bæði
er það, að fyrirkomulag þeirra hefur í ýmsu ekki þótt samsvara
þörfum þessara tíma, og í annan stað hefur það verið tilfinnan-
legt, að skóla- eða menntunarstofnanir hefur alveg vantað í öðr-
um greinum, þar sem þessir skólar hafa ekki náð til. Fyrir
því þótti alþingi 1875 eigi mega lengur svo búið standa, og
eptir tillögum þess skipaði stjórnin nefnd til að rannsaka skóla-
málin í heild sinni, svo sem segir í fyrra árs frjettum. Skóla-
nefnd þessi sneri sjer þó helzt að skólum þeim, er verið hafa,
og samdi frumvörp til reglugjörða fyrir prestaskólann og latínu-
skólann. Keglugjörðir nefndarinnar eru að mestu leyti sniðnar
eptir hinum eldri reglugjörðum þessara skóla, er báðar voru
gefnar út 30. júlí 1850, en auk þess hefur verið, að því er la-
tínuskólann snertir, jafnframt höfð nokkur hliðsjón af nýlegum
dönskum lagaboðum um sama efni.
Hinar helztu breytingar, er nefndin hefur lagt til um presta-
skólann, eru þær: að skólatíminn verði lengdur um nær því eitt
ár (þrjú ár í stað tveggja), að skólaárið byrji hálfum mánuði
fyr en verið hefur (15. sept.) og endi sömuleiðis hálfum mán-
uði fyr (14. júní), að skerpt verði eptirlitið með siðferði og reglu-
semi stúdenta, og að lítið eitt verði aukið við þær kennslugreinir,
er hin eldri reglugjörð getur um, sem einnig sumpart hefur verið
gjört þar hin síðari ár.
Hinar helztu breytingar, er nefndin hefur lagt til um la-
tínuskólann, eru þær, að skólaárið verði fœrt fram um hálfan
mánuð, á sama hátt og prestaskólaárið, og að kennslunni í sum-
um tungumálum verði hagað nokkuð á annan veg. pamiig
hefur hún lagt það til, að í latínu skuli hraðlesa nokkuð meira
en áður hefur gjört verið, en aptur minnka iðkanir í latínskum
stíl allt að helmingi. Enska og frakkneska tungu ætlast hún til
að kenna skuli sem skyldugreinir, en þar á mót skuli þýzka eigi
framar vera skyldugrein. J>á skal og nokkuð hreytt til um ein-