Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Blaðsíða 16
16
LANDSTJÓRN.
cr að cngu getandi, og nefnd sú, er við synodus er kennd, og
sem meðal annars hefur á hendi það starf, að stinga upp á betri
skipun prestakalla og hagfelldari kjörum presta, fær engu til
vegar komið. Hinn mikli ójöfnuður og glundur, sem er á skip-
un prestakailanna, launahögum presta, og gjöldum landsmanna
til presta og kirkna, er af stjórnarinnar hálfu enn látið liggja í
þagnargildi. par sem í ráði er, að koma á nýrri skattgjalda-
skipun, eins og áður hefur verið um getið, þá nær það að eins
til gjalda þeirra, er í landssjóð renna, sem virðist benda til þess,
að landssjóðurinn sje fremur hafður í liuga en það, að íirra
landsmenn óeðlilegum og ósamkvæmum gjöldum, því að þau
mega þeir enn bera á ýmsan hátt, meðan hin forna skipun lielzt
á gjöldum til presta og kirkna. Alþingi 1875, er hjó til launa-
lögin og læknalögin, ætlaði í fjárlögunum 2000 kr. til uppbótar
fátœkustu brauðum, en þau eru talin um 70. Af þeirri fjár-
upphæð bœtti landshöfðingi eptir tillögum byskups upp fáein
brauð: Stað í Súgandafirði og Stað í Aðaivík með 300 kr.
hvort, en Kvíabekk, Presthóla, Svalbarð, Eeynisþing og Berg-
staði með 200 kr. hvert. Enn fremur var og nokkrum öðrum
prestaköllum veittur nokkurra króna fjárstyrkur eða ölmusa, sem
varla er teljandi sjer í lagi.
I fyrra var í frjettum þessum minnzt á 2 Mormóna, er hing-
að höfðu komið til að boða trú sína. J>eir höfðu vetursetu í
Keykjavík, en ljetu eigi mikið á sjer bera. J>ó prjedikuðu þeir
þar eitt sinn fyrir fólki úti á víðavangi, með því að ekki fengu
þeir húsrúm til þess. Hvorki þá nje endranær varð þeim nokk-
uð ágengt, að því er spurzt hefur; og ervoraði, hurfu þeir apt-
uf hjeðan vestur um haf til trúarbrœðra sinna í Utah í Norður-
ameriku. Mormónavillunni í Vestmannaeyjum varð lítið úr, og
Mormónahjón þau, er þar höfðu gengið í borgarlegt hjónaband,
köstuðu trú sinni skömmu síðar.
Hinn frakkneski, katólski prestur Baudoin, er dvalið hefur
nokkur undanfarin ár í Keykjavík, andaðist á kynnisferð í Frakk-
landi haustið 1875. Hann hafði, að því er menn hugðu, upp-
haflega sezt lijer að, í því skini að boða hjer katólskan trúar-
lærdóm. En litlar tilraunir virðist hann hafa gjört til þess,
enda ávannst honum ekkert. Annars var hann maður vcl lærð-