Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Síða 17

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Síða 17
LANDSTJORN. 17 ur og vel látinn. Enginn hefur komið í stað hans sem katólsk- ur trúboði. Sveitarstjórnarskipunin nýja virðist nú að fullu komin á, en eigi er liún enn svo reynd, að marka megi full- komlega, hver rjettarbót hún er. J>ó virðist hún í flestu betur gefast en hinar eldri ákvarðanir, að því leyti sem hún er frjáls- legri. Yfir sumum atriðum í sveitarstjórnarlögunum hefur þó verið kvartað, og ýmist þótt óljóst, eða óhagfellt. Tvær slíkar umkvartanir komu til síðasta alþingis, en þingið vísaði þeim frá sjer til landshöfðingja; gaf landshöfðingi almenningi nokkrar skýringar þar að lútandi í brjefl 24. apríl. Einkum hefur verið kvartað yfir því. að ervitt væri að semja fjárhagsáætlanir hrepp- anna, og sömuleiðis niðurjöfnunarskrár aukaútsvarsins fyrir far- daga, og eru það einkum þessi atriði og annað, er stendur í sambandi við það, sem skýringar iandshöfðingja eru um. |>að hefur og þótt óljóst, hverjir væri gjaldskyldir til sveitar, en landshöfðingi hefur skýrt það svo, að það væri allir, sem til þess væri fœrir, án tillits til stöðu þeirra, tíundar eða annars sjer- staklegs. j>á hefur það og sums staðar þótt óhagfelld tilhögun, að ekki skyldi jafnan sýslunefndarmaður úr hverjum hrepp eiga setu á hverjum sýslunefndarfundi. Af fundum og aðgjörðum sýslunefnda hafa víðast hvar farið litlar sögur. þ>ar á mót má af fundaskýrslum amtsráðanna sjá, hvað þau hafa starfað, en fæst af því er sjerlega markvert eða sögulegt. Af fjárkláðanum eða vörðum gegn honum höfðu ráðin þetta ár eigi mikil afskipti. Helzt er þess að geta, að ráðin stungu upp á vegum, þeim er skyldu vera ijallvegir. Sjerstak- lega má og geta þess, að amtsráðið í suðuramtinu leyfði sýslu- nefndinni í Guflbringu- og Kjósarsýslu, eptir ítrekaða beiðni, að taka lán lianda sýslunni, er nemi 250 tunnum af rúgi, með því sldlyrði að lánið yrði að fullu endurborgað innan árs- loka 1878. Um leyfi til lántöku þessarar hafði verið beðið til að afstýra hallæri í sýslunni, einkum í Vatnsleysustrandar- og Álptaneshreppum. Sömuleiðis lagði ráðið samþykki sitt á, að sýslunefndinni í Vestmannaeyjum hafði verið veitt 1000 króna lán, til að afstýra haflæri þar í eyjunum. Um sveitastjórn má enn geta þess, að tveimur hreppum Frjettih frá íslandi. 2

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.