Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Síða 19

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Síða 19
LANDSTJÓÍœ. 19 einkum ætluð fyrir brjef og minni sendingar. Nokkrar smá- breytingar voru gjörðar á póstleiðum og póststöðvum. Káð var ög gjört fyrir því, að aðalpóststöðvarnar á Austfjörðum skyldi eptirleiðis verða á Seyðisfirði, en eigi á Djúpavogi, sem hingað til hefur verið. Meiri framförum tóku þó póstferðirnar á sjó, því að nú komust loksins á reglulegar gufuskipsferðir kringum landið, sem menn hafa svo lengi þráð eptir. Alþingi 1875 hafði í fjárlögunum veitt 15000 kr. árlega til gufuskipsferða þessara, en þótti fje vanta til þess að standast kostnaðinn allan, og var þó eigi gjört ráð fyrir honum meiri en 20000 kr. á ári. Jpingið fór því þess á leit, að ríkissjóðurinn bœtti til það, sein á vantaði, með því líka að þingið taldi það skyldu hans, sam- kvæmt stöðulögunum 2. jan. 1871. Stjórnin þýddist raunar eigi þenna skilning laganna, en varð þó vel við og studdi að því, að fjeð fengist, með því að það væri að öðru leyti hagfellt að póstgöngur þessar kœmist á. Mælt er og, að konungur sjálfur hafi verið þessu máli vel fylgjandi. Fjeð fjckkst því nœgilegt, og var nú ráðið, að stofna 3 gufuskipsferðir á ári hverju með- fram ströndum landsins; en sökum þess, að áliðið var orðið vors, er þessi ráðabreytni var algjörlega komin í kring, gátu strand- ferðirnar eígi orðið nema tvær í fyrsta sinn. Fyrir strandsigl- ingaskip var fengið gufuskip, það er kallað er Díana, er fyr hefur verið herskip, en nú síðast áður póstskip milli íslands og Danmerkur. Fyrirliði skipsins var Wandel sjóliðsforingi. Skip- ið lagði í fyrri ferðinni af stað frá Kaupmannahöfn 11. júní, kom á leiðinni við í Granton á Skotlandi og pórshöfn á Færeyjum, en tók hjer fyrst land við Seyðisfjörð; þaðan hjelt það eptir stutta dvöl norður og vestur um land áleiðis til Reykjavíkur; á þeirri leið kom það við á Raufarhöfn, Akureyri, Skagáströnd, Ísafirði og Stykkishólmi. Áætlaður komudagur þess til Keykja- víkur var 30. júní. Frá Reykjavík hjelt það aptur vestur og norður um Iand 11. júlí, og kom þá við á hinum sömu stöðum, nema Raufarhöfn; þar gat það ekki legið sökum grynninga. Frá Seyðisfirði hjelt það aptur til Kaupmannahafnar, og lagðí þá sem fyr leið sína um pórshöfn og Granton. Síðari ferðin hófst 11. ágúst, og var henni hagaðá sama hátt sem hinnifyrri að 2*

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.