Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Side 22

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Side 22
22 LANDSTJORN. s. d. kandidat Stefáni Magnúsi Jónssyni; Undirfeil 15. maí Hjörleifi Einarssyni, presti í Goðdölum; Staður í Súganda- firði 27. júlí Einari Vernharðssyni, presti að Stað í Grunnavík; Goðdalir 1. sept. kandídat Sófóníasi Halldórssyni; Kvía- bekkur s. d. kandídat Jónasi Bjarnarsyni; Hestþing s. d. kandídat Janusi Jónssyni; Staður í Aðalvík 9. sept. Páli Einarssyni Sivertsen, presti í Ögurþingum; Kálfholt 30. nóv. Guðmundi Jónssyni, presti á Stóruvöllum. — J>ingmúli var 21. marz sameinaður um 3 ár við Hallormsstað, og Hof á Skagaströnd sömuleiðis um 3 ár við Höskuldsstaði. 12. maí var endurnýjuð sameining Kj alarnesþinga um2árvið Mos- fell og Reynivelli. — Aðstoðarprestar urðu: að Melstað Páll Ólafsson, prestur í Hestþingum, og að Hrafnagili kandídat Guðmundur Helgason. — Vígðir til presta voru: Stefán Jónsson og Stefán Magnús Jónsson 21. maí, en Sófónías Halldórsson, Jónas Bjarnarson, Janus Jónsson og Guðmundur Helgason 3. september. Á læknaskipuninni varð talsverð breyting. Forstöðu- mannsembættið við hinn nýstofnaða læknaskóla í Reykjavík var 21. febr. veitt landlækninum, doktor Jóni Hjaltalín, en honum jafnframt veitt lausn frá hjeraðslæknisstörfum, þeirn er hann hefur áður haft. Kennaraembætti við sama skóla var 24. maí veitt Tómasi Hallgrímssyni, lijeraðslækni í eystra læknishjeraði suðurumdœmisins. — 21. febr. var 1. læknishjerað (eða Reykja- víkursókn, Kjósarsýsla og Garðaprestakall í Gullbringusýslu veitt settum hjeraðslækni Jónasi Jónassen. 14. ágúst voru veitt: 2. læknishjerað (Gullbringusýsla að undanskildu Garðaprestakalli) settum hjeraðslækni J>órði Guðmundsen; 3. læknishjerað (Borg- aríjai'ðar- og Mýrasýsla) settum hjeraðslækni Páli Blöndal; 7. læknishjerað (Strandasýsla ásamt Garpsdals- og Staðarpresta- köllum í Barðastrandarsýslu) settum hjeraðslækni Ólaíi Sigvalda- syni, og honum falið að gegna fyrst um sinn 5. læknishjeraði (hinum hluta Barðastrandarsýslu að fráskilinni Flatey); 8. læknis- hjerað (Húnavatnssýsla vestan Blöndu) settum hjeraðslækni Júlí- usi Halldórssyni; 9. læknishjerað (Húnavatnssýsla austan Blöndu og Skagafjarðarsýsla að undanskilduin Fells- Barðs- og Knapp- staðaprestaköllum) settum hjeraðslækni Boga Pjeturssyni, og var

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.