Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Page 24

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Page 24
24 LANDSTJÓRN. mál, en 10 sakamál og opinber lögreglumál. Eigi er kunnugt, að nein þeirra hafi verið sjerlega þýðingarmikil. Mesta eptir- tekt manna virðast hafa vakið málin um dómsvald lögreglustjór- ans í Qárkláðamálinu, Jóns ritara Jónssonar. Mál þessi risu af því, að lögreglustjórinn sektaði yfirkennara Halldór Friðriksson með smásektum fyrir óhlýðni við nokkrar fyrirskipanir hans í kláðamálinu. fetta gjörðist fyrst tvisvar, og var í hvorttveggja skipti skotið fyrir landsyfirrjett, en rjetturinn ónýtti málin í bæði skiptin með því að dœma, að undirdómarinn (lögreglustjór- inn) hefði eigi haft dómsvald, og honum hefði eigi verið gefið það með skipunarbrjefi hans sem lögreglustjóra. En nú gaf landshöfðingi lögreglustjóranum nýtt skipunarbrjef (15. apr.), þar sem það var tekið skýrt fram, að hann skyldi hafa dómsvald. J>á dœmdi lögreglustjórinn enn sama mann fyrir sams konar brot, en hann skaut því enn til yfirrjettar, og dœmdi yfirrjettur þá, að það lægi fyrir utan verksvið landshöfðingja, að gefa því- líkt dómsvald, og hefði því undirdómarinn eigi heldur nú haft dómsvald. pannig ónýtti rjetturinn málið í þriðja sinn. Önn- ur mál, er nú voru dœmd í yfirrjetti, vöktu og eptirtekt; það voru meiðyrðamál Hilmars Finsens landshöfðingja gegn Jóni Ólafssyni, ritstjóra Gönguhrólfs. Máfin voru 3, og er hjeraðs- dómanna í þeim öllum getið í frjettunum fyrir 1873 og 75. Yfirrjettur dœmdi nú, að Jón skyldi greiða sektir: 200 kr. í einu málinu, 400 kr. í öðru, og 600 kr. í hinu þriðja, auk málskostn- aðar, og svo meiðyrðin ómerk. — I hæstarjetti voru nú dœmd meiðyrðamál þeirra J>órðar Jónassens yfirdómsstjóra og Magnúsar Stephensens yfirdómara gegn Benedikt Sveinssyni, fyrrum yfirdómara, á þann hátt að Benedikt skyldi greiða 200 kr. sekt í hvoru málinu, auk málskostnaðar, og svo meiðyrðin ómerk. Atvinnuvegir. Veðuráttufar var fyrri hluta ársins fremur stirt, en síðari hluta ársins ágætt, svo að þá er á allt árið er fitið, má telja það með meðalárum að veðurgœðum. Frá nýári og fram í miðjan febrúar var mjög lirakviðrasamt víða, einkum sunnan-

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.