Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Side 25

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Side 25
ATVINNUVEGIR. 25 lands og vestan, og stundum ofsastormar. Mestir urðu storm- ar aðfaranótt liins 3. janúar, og ollu þeir víða syðra stórskemmd- um á heyjum manna og róðrarskipum. Frá miðjum febrúar og fram í miðjan marz voru lengstum hreinviðri, en sjaldan frost mikil, og optast nokkrir hagar. |>á gjörði um miðjan mánuð- inn stórhríð nálega yfir allt land, með miklu frosti og fann- komu. Um þær mundir rak hafísinn að landinu, fyrst að út- nesjum, en síðan inn á firði; hann hörfaði þó frá um hríð, en kom skjótt aptur og lagðist þá fyrir allt norðurland og rak jafn- vel langt suður með landinu austanverðu. þar við stóð þangað til í öndverðum maímánuði; þá rak ísinn aptur til hafs. Með- an ísinn var landfastur, voru lengst af illviðri og hörkur, eink- um nyrðra og eystra, og um sumarmál voru harðar norðan- kólgur um allt land. Sunnanlands voru lengi þurrkar miklir, og urðu sums staðar stórskemdir af sandfoki, einkum á Rang- árvöllum. Snemma í maí kom batinn loksins, og var þá mörg- um orðið mál á honum. Um þær mundir urðu sums staðar skemmdir á jörðum í Húnavatnssýslu af vatnavöxtum og skrið- um. Vorið var kalt víðast fram að sólstöðum enda var ís nærri; þá voru nokkrir hitadagar, en síðan brá aptur til kalsa, er stóð fram á mitt sumar. Síðari hluta júlímánaðar var víða kalsa- samt og úrkomur tíðar. Upp frá því voru blíðviðri, hitar og þurrkar allt fram á haust. Haustið var eitt hið bezta. Fram- an af vetri og allt til ársloka voru lengstum þíður, en nokkuð vindasamt Heyskapurinn varð í betra lagi. Grasvöxtur var í meðal- lagi á túnum, í lakara lagi á harðvelli utan túns, en beztur á mýr- lendu engi. Töður hröktust sums staðar, þar sem snemma var tekið til sláttar, en að öðru leyti varð nýting á heyjum einhver hin bezta í flestum sveitum allt til sláttuloka. J>ó að grasvöxt- urinn eigi væri nema í meðallagi að öllu samtöldu, varð þó víða sökum nýtingarinnar afbragðs- heyskapur. Kálgarða- ogjarð- eplagarðarœkt virðist hafa heppnazt í góðu meðallagi. í öskusveitunum austanlands var gróður í bezta lagi að mörgu leyti, en þó nokkuð á annan hátt en annars staðar. Tún spruttu þar víða ágætlega; vorkuldarnir virðast hafa gjört þar minna til meins en annars staðar, með því að askan niðri í rót-

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.