Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Side 26
26
ATVINNUVEGIR.
inni hefur verið grasinu til skýlis, meðan það var að vaxa. Sumir
hugðu, að í öskunni kynnu að vera einhver, áburðarefni, með
því að gras það, er upp úr öskunni spratt, þótti bæði frjóttog kosta-
gott. Til þess að fá vissu um þetta, ljet Eiríkur Magnússon,
bókvörður í Cambridge, rannsaka öskuefnið á efnafrœðilegan
hátt, og reyndist það þá, að í því var örlitið frjófgunarefni, og
ekkert það, er á svo stuttum tíma gæti veitt nokkra frjófgun.
Var því einsætt, að að öskunni varð eigi annað gagn en skjól
fyrir grasrótina, en það gagn varð líka mikið, þar sem askan
var eigi of mikil. þJetta kemur og vel lieim við það, að tún eða
það land, sem bezt var hreinsað, spratt bezt. Utantúns harð-
velli spratt þar næst, en grasvöxtur var þar gisinn. Gisnast og
iakast sprottið reyndist gras á mýrlendi, — sem annars staðar
var bezt sprottið — en það \drðist hafa komið af því, að sú
jörð varð sízt hreinsuð, og öskuskánin hefur verið þar of mikil.
Askan hefur þetta ár töluvert rjenað og borizt burt, bæði af vindi
og vatnsrensli, en þó sjást enn sums staðar miklar menjar hennar.
Á sumum jörðurn, þeim er í eyði lögðust á Efra Jökuldal, hefur
aptur verið tekin upp byggð, en sumar eru enn óbyggðar og ó-
byggilegar.
Jarðabœtur hafa drjúgum aukizt, og hefur víða sjezt
vottur um framfarahug og nýja framtakssemi í þessari grein,
er lengi hefur verið lítill gaumur gefinn. Einkum hafa menn
lagt hug á vatnsveitingar og starfað að þeim, þar sem þeim
verður við komið. Voryrkjur gengu raunar tregt, með því að
þeli fór seint úr jörð, og margir þurftu venju fremur að sinna
fjenaði, sökum illra fjárhalda. En haustyrkjurnar urðu því meiri
og margur notaði hina góðu tíð, og það, að jörð var svo lengi
þíð, til að vinna að jarðabótum fram á vetur.
Fjenaðarhöld á sauðfje urðu víða í lakasta lagi. Farið
var sums staðar að brydda á heyskorti um vorið, áður en bat-
inn kom, og voru sumir þá komnir á heljarþröm með hey sín,
ekki sízt í öskusveitunum, sem vorkunn var; mjög hjálpuðu þó
kornbirgðirnar þeim, þær er þeir höfðu fengið að gjöf af Eng-
lendingum, og á því komu þeir fram miklu meiri fjenaði en ella
mundi hafa orðið. En þó að heytæpt væri víða, björguðust þó
flestir, og eigi virðist fóðurskortur hafa valdið því, að fjenaðar-