Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Síða 27
ATVINNUVEGIR.
27
liöldin urðu hjá mörgum svo bág sem þau urðu, heldur fremur
hitt, að hey var ljett og óhollt frá árinu áður, og að minsta
kosti sums staðar jörðin óholl til beitar af langvinnum þyrrk-
ingum, þar sem hún var ber. Fje fjell sums staðar um vorið,
eigi síður þó feitt væri en magurt, úr einhvers konar doðasótt,
og sums staðar úr lungnaveiki. Lökust virðast fjenaðarhöldin
hafa vérið í kringum Jökul vestra, en í Austur-Skaptafellssýslu
og Suðurmúlasýslu eystra. par á mót er svo að sjá, sem fjen-
aðarhöld hafl að tiltölu orðið bezt á kláðasvæðinu syðra, sem
þakkað var hinum tíðu böðunum og þar af leiðandi nánari fjár-
hirðingu, og sömuleiðis í öskusveitunum eystra, sem þakkað var
því, að askan hafði skýlt grasinu í uppvextinum og með því
varðveitt fóðurmagn þess. IJar gekk og sauðburður vel og mál-
nyta kúpenings var furðanlega mikil, en víða annars staðar var
livorttveggja þetta í lakara lagi. Sláturfje reyndist að haustinu
vel á hold, en var mörlítið.
Fjárkláðinn var enn uppi, og þótt hann eigi fœri geyst
og væri nú orðinn hvergi nærri eins skœður og á sínum fyrri
árum, gjörði hann nú enn að vanda mikið mein; því að bæði
eyddi hann að fje fjársælustu hjeruð, en bakaði einnig öðrurn
hjeruðum óreiknandi kostnað, hæði þeim, er sjúkt eða grunað
Qe var í, og sömuleiðis þeim, er þurftu að verja sig lionum.
Allar þær skoðanir, baðanir og verðir, er af honurn liafa leitt,
hafa gjört mörgum œrið tilfmnanlegt tjón; en liitt er þó verra,
að af honum hefur víða leitt ósamlyndi og úlfúð milli hjeraða
og einstakra manna, málaþras milli sumra, óhlýðni við yfirvöld,
stríð við hœndur o. s. frv. Frá því er sagt í fyrra árs frjett-
um, að lögreglustjóranum í kláðamálinu, Jóni Jónssyni ritara,
tókst með niðurskurði, er hlutaðeigendur samþykktu, að hreinsa
þann hluta kláðasvæðisins, er mönnum lengst stóð ótti af, en
það voru suðurhjeruðin í Gullbringusýslu. Með valdi varð þó
að skera hjá tveim fjáreigöndum, er fjc áttu síðast eptir, og risu
af því nokkur málaferli, að eigi þótti rjett að öllu farið. Nú
varð eptir þetta þessum hjeruðum eigi lengur um kennt, og
hugðu nú margir, að kláðinn mundi þegar á förum; en eigi
varð sú raunin á. Eptir nýár varð enn vart við kláðavott í
Ölvusi, Grímsnesi, Ivjós og einkum í Borgarfirði. Alls staðar