Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Side 30

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Side 30
30 ATVINNUVEGIR. nema á einni kind í Fossárrjett í Kjós; voru ráðstafanir þá gjörðar til að baða allt fjeð, sem heimtist í rjettinni, þaðereigi var skorið, og það fje, sem líkindi voru til að hefði haft nokkur samgöng við það. Lögreglnstjórinn var sjálfur í rjettum, þar sem hann fjekk því við komið. Síðan hjelt hann fundi marga við bœndur hvervetna á kláðasvæðinu, og brj'ndi fyrir þeim fyrir- skipanir sínar. Var nú aptur tekið til óspilltra mála með skoð- anir, er fara skyldu fram fyrst um sinn á hverjum hálfum mán- uði, en síðan mánaðarlega. pá var og boðið, að enn skyldi eitt almennt bað fram fara fyrir árslok, en Borgfirðingar báðu sig enn að nýju undanþegna þessu baði, með því að kláðalaust hefði verið hjá þeim nær heilt ár, en lofuðu aptur að baða um vorið, er fje væri úr ull. Við skoðanir þær, er fram fóru fyrra hluta vetr- arins, fannst sums staðar nokkur kláðavottur í fje, en óglöggt þótti, hvort það væri óþrif eða hinn sóttnæmi drepkláði, og þó öllu líklegra, að eigi væri nema óþrif. Um árslokin var það því óvíst, hvort kláðinn væri lengur til eða ekki. f>ess má enn geta, að í stað baðlyfja þeirra, er að undanförnu hafa verið tíðk- uð, var nú um haustið sums staðar tekið upp nýtt baðlyf, er kallað var olíusœta, og talið bezta baðlyf í heimi, til að eyða alls konar óþrifum. Bráðafár í sauðfje var veturinn 1875—76 víða með skœð- asta móti, en aptur veturinn 1876—77 á mjög vægu stígi móti því sem opt er vant að vera, sem þakkað var hinni ágætu tið, er lengst af var um haustið og framan af vetri. Faraldur á stórgripum var nú með minna móti. J>ó varð vart við bólu á kúm, eða hina venjulegu kúabólu, sums staðar syðra um sumarið, en eigi varð til muna mein að henni, og hjaðnaði hún og hvarf bráðum aptur, víðast án þess að lækningar væri reyndar. Landbúnaðurinn virðist, þá er á allt er litið, að hafa gengið í heldur betra lagi það ár, sem hjer er um aðrœða; því að þótt fjenaðarhöldin yrði víða um vorið mjög bág, og bráða pest og fjárkláði gjörði mörgum eigi lítinn búnaðarhnekki, þá varð heyafiinn aptur víða einkar góður og árgœzkan yfir höfuð mikil síðari hluta ársins. Búnaðarhættir manna hafa og smám- saman lagazt að ýmsuleyti, betri húsaskipun verið upp tekin, jarðir

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.