Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Qupperneq 32
32
ATVINNUVEGIR.
arsson. Allir þessir ritlingar þóttu góðir og þarfir, liver í sinni
röð.
Aflabrögð úr sjó voru víðast fremur góð, og sums stað-
ar afbragðs góð. í Faxaflóa, sem lengi var talinn ein aðal-
veiðistöð landsins, brást nú þar á mót fiskiafli því nær gjör-
samlega allar vertíðir. A vetrarvertíðiuni voru þar lengst af
stirðar gæftir, enda var enginn fiskur fyrir. Á vorvertíðinni
aflaðist þar lítið eitt, en aptur því nær ekkert um sumarið og
haustið. í veiðistöðvunum austanfjalls syðra aflaðist að mun
betur um vetrarvertíðina, en þó bezt á Eyrarbakka, einkum ýsa.
Undir Jökli aflaðist sœmilega um veturinn, þegar róa gaf, og
vel um vorið, en aptur lítið um sumarið og liaustið. Yið ísa-
ijarðardjúp var lítill fiskiafli um veturinn, en aptur góður um
sumarið, og þó endasleppur. í fjörðunum fyrir norðan land
aflaðist fremur vcl um veturinn, þegar á sjó varð komizt fyrir
hafísnum; um vorið aflaðist þarsumsstaðar afbragðsvel, og aptur
um haustið, einkum á Skagafirði og Eyjafirði. Við Austfirði
virðast aflabrögðin hafa orðið hvað bezt, eins og opt hefur verið
á síðari árum; einkum var þar góður sumar- og haustafli. —
Síld aflaðist vel á Eyjafirði, áður en ísinn kom um veturinn,
og aptur nokkuð um haustið. Á Austfjörðum var góð síldar-
veiði um sumarið. — Hákarlsaflinn virðist hafa heppnazt
víðast í betra lagi. — Af selafla hafa litlar sögur farið. —
Laxveiði í ám var góð um sumarið, einkum á suðurlandi.
Rekar urðu nokkrir með hafísnum fyrir norðan land um
veturinn. Trjáreka er þó eigi getið. J>ar á mót rak sums staðar
hnísur og höfrunga, einkum á Langanesi, í Kelduhverfi og á
Eyjafirði. Sums staðar rak og seli, og eitt bjarndýr náðist eystra,
er komið hafði á ísnum. Hval rak og þá á Tjörnesi, og ann-
an á Höfðaströnd. Hval rak einnig um haustið í Vestmanna-
eyjum.
Sökum þess hvað aflabrögðin víða urðu góð og að að öðru
leyti ljet vel í ári, þá munu óvíða hafa orðið bjargræðis-
vandræði, nema í Vestmannaeyjum og hjeruðunum kringum
Faxaflóa. í Vestmannaeyjum hafði lengi verið því nær fiskilaust,
og garðrœkt, er þar er stunduð að mun, misheppnazt árið áður;
Veturinn 1875—76 voru matarbirgðir þar mjög litlar, en nálega