Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Síða 37

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Síða 37
ATVINNUVEGIR. 37 Námur voru nú unnar á tveimur stöðum, kalknáman í Esjunni og brennisteinsnámurnar í pingeyjarsj'slu. — Doktor Jón Hjaltalín, er manna fróðastur er um jarðlög landsins, hafði sannfœrt menn um, að kalk væri í Esjunni, og eptir hvötum hans tókst Egill kaupmaður Egilsson í Reykjavík á hendur, að gjöra þar kalknám. Tók hann þar því land á leigu, og byrjaði að vinna námuna, en hin fyrsta tilraun misheppnaðist. Nú var aptur gjör ný tilraun, er tókst ágætlega. Stór kalkbrennsluofn var reistur í Reykjavík, kalldð flutt þangað og brennt, hátt á annað hundrað tunnur í einu. þegar farið var að reyna kalkið, gafst það svo vel, að helmingi minna þurfti af því en útlendu kalki, því er hingað til lands hefur flutzt að undanförnu; svo var límingarafl þess mikið. Tunnan af því var seld á 6 krónur, eins og útlent kalk. þ>að þótti líklegt, að náma þessi mundi vera því nær óþrjótandi, en örðugt var að vinna hana og flytja kalksteininn til Reykjavíkur. Landshöfðingi veitti, meðfram ept- ir tillögum alþingis, 400 kr. af fje því til óvísra útgjalda, or hann hefur til umráða, fyrirtœki þessu til styrktar. Með fyrir- tœki þessu er stofnuð ný atvinnugrein, er líklegt er að verði til mikilla nota fyrir land og lýð, þá er fram líða stundir. — Al- fred Lock, sá er tekið hefur á leigu brennisteinsnámurnar í pingcyjarsýslu, sendi nú son sinn hingað til að vinna brenni- steininn í feistareykjanámum; hafði liann þar um sumarið 12 —16 manna við brennisteinsnámið undir forustu Páls Pálssonar Vatnajökulsfara. Brennisteinninn var fluttur á hestum til Húsa- víkur, langan veg og erviðan. pangað kom skip um haustið frá Englandi til að sœkja brennisteininn, og flutti það einnig nokkuð sláturíje. Skáli var reistur við námurnar handa nokkr- um mönnum, er halda skyldu áfram náminu um veturinn. Brennisteinsnám þetta varð mörgum innlendum til hagnaðar, með því að veita þeim góða atvinnu o. fl. pess má hjer enn geta, að pingeyingar brúuðu Laxá í Aðalreykjadal við Brúafossa. Brúin er í tvennu lagi, því að á- in rennur þar í tveim kvíslum. Hún er gjör úr trje með öflug- um steinstöplum undir. Annar hluti hennar er 10—12 álnir að lengd, en hinn 20 álnir; 3 álnir er hún að breidd. Öll brú- in er talin kosta 5—6 þúsundir króna, er að nokkru leyti voru

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.