Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Side 41

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Side 41
MENNTUN. 41 og má þó segja, að hún sómi sjer vel, það sem hún nær, hjá svo lítilli þjóð; og sífellt fer vaxandi álit hennar meðal erlendra þjóða. Hefur bókmenntafjelagið átt góðan þátt i því, og þó að það eigi hafi annað því, að gefa út svo margar íslenzkar frœðibœkur handa alþýðu, sem œskilegt væri, hefur það þó á þonna hátt stundað gagn og sóma landsins. Tala fjelagsmanna, þeirra er tillög greiða, var í júnímánuði 771, og var það 18 færra en árið áður. Hinar helztu bœkur, er út hafa verið gefnar á árinu, voru: 1. Diplomatarium Islandicum, eða íslenzkt fornbrjefasafn. þ>að er Qórða og síðasta hepti fyrsta hind- is; það inniheldur þrjú eptirrit af sáttmálunum 1263 við Hákon gamla og Magnús lagabœti, nokkrar rjettarbœtur Hákonar gamla, mörg eptirrit af gamla sáttmála við Magnús lagabœti, og enn nokkur brjef og skrár frá því fyrir 1264. Hepti þessu fylgja viðaukar við fyrsta bindið allt og nafnaskrár, enn frcmur for- máli, röð og efni brjefanna, og skrá yfir handrit, þau er forn- hrjefin í fyrsta bindi eru rituð eptir. ]>etta merkilega rit er búið til prentunar af Jóni Sigurðssyni í Kaupmannahöfn, og gefið út af bókmenntafjelaginu. Framhaldsins er von síðar. — 2. Viðbœtir við íslenzkar orðbœkur (Supplement til islandske Ordhoger), eptir rektor Jón porkelsson, merkilegt rit í málfrœðinni, og einkar vandlega samið; það er gefið út með skólaskýrslum 1874—75 og 1875—76. 3. Nýja sagan, eptir Pál Melstoð. ]>að er að eins eitt lítið hepti, og gefið út af bókmenntafjelaginu. ]>etta áframhald þessa ágæta sagnarits nær yfir sögu hinnar frakknesku stjórnarbyltingar aptur að árinu 1794. — 4. Maður og kona, skáldsaga, eptir Jón Thoroddsen, gefin út af bókmenntaíjelaginu. Saga þessi, sem bæði er skáld- leg og skemmtileg, er einnig að því leyti fróðleg, að hún lýsir mörgum siðum og háttum manna lijer á landi á 18. öld. En merkust er hún þó fyrir það, liversu heppilega skáldinu hefur tekizt að lýsa skaplyndi einstakra manna, sem koma fyrir í sög- unni, ekki sízt því, sem eitthvað kýmilegt er við. Aptur er gangur sögunnar fremur einfaldur. Saga þessi er að eins brot, því að höfundinum entist cigi aldur til að ijúka við hana. En efniságrip af því, er vantar, er prentað aptan við, eptir því sem

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.