Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Blaðsíða 42
42
MENNTUN.
liöfundurinn hafði hugsað sjer það. Bókinni fylgir æliágrip
skáldsins. — 5. Skuggsjá og ráðgáta, hugmynd urn guð
og verk hans, dregin af tilsvörun hins eiustaka til liins gjör-
valla, heimspekilegt kvæði eptir Brynjólf Jónsson frá Minna
Núpi. [>ctta kvæði lýsir djúpri og reglubundinni hugsun, sem
hvervetna er sjálfri sjer samkvæm í öllu kvæðinu; og hvort sem
menn þýðast hinar dulspekilegu hugmyndir höfundarins eða ekki,
eru þær þó vottur frábærra vitsmuna og jafnframt stakrar
menntunar hjá ólærðum leikmanni. Aptan við kvæði þetta eru
prentuð nokkur minni kvæði eptir sama höfund, sum ágæt og
öll velkveðin. — 6. För pílagrímsins frá þessum heimi
til hins ókomna, eptir Jolin Bunyan, þýdd úr ensku af Ei-
ríki Magnússyni í Cambridge. [>að er saga, sem lýsir mann-
legu trúar- og siðferðislífi í orðum og athöfnum ímyndaðra
manna, og er talin einhver hin bezta líkingasaga trúarlegs efn-
is. Hún hefur áunnið sjer lofstír svo inikinn, að hún hefur opt-
ar verið gefin út og optar þýdd, en nokkur önnur ensk bók
frumritin. [>essi íslenzka útgáfa er vönduð að þýðingu og öllum
frágangi, og prýdd litmyndum. Bók þessi hefur áður verið þýdd
á íslenzku af Oddi Gíslasyni, og var þá nefnd Krossgangan. —
7. Saga hinna tíu ráðgjafa, úr 1001 nótt, skáldleg saga
og þýdd með snilld af Steingrími Thorsteinson. — 8. Smá-
sögur, er byskup Pjetur Pjetursson hefur safnað og íslenzkað
til ágóða fyrir prestaekknasjóðinn. Sögusafn þetta er vel valið
og vel lagað fyrir unglinga, mcð því að sögurnar cru ýmist
skemmtandi eða glœðandi góðar tilfinningar. — 9. Saganaf
Holta-[>óri, söguþáttur úr fornöld íslands, sem eigi hefuráð-
ur verið prentaður. — 10. Beikningsbók Eiríks Briems, 2.
útgáfa. þ>cssi reikningsbók, sem hefur áunnið sjer maklegt lof
fyrir glöggleika sinn og nákvæmni, þurfti nú aptur að yngjast
upp, sökum hins nýja peningareiknings, sem kominn er, síðan
hin eldri útgáfa kom út, enda mun hún og hafa verið uppseld.
I>essi útgáfa er ekki síður vönduð en hin fyrri. — Á búnaðar-
ritlingana er áður minnzt.
Af tímaritum má einkum nefna Andvara, tímaritþjóð-
vinafjolagsins, 3. árgang, er nú hafði meðferðis ritgjörð um
þjóðvinafjelagið eptir Jón Sigurðsson; um rjett íslcnzkrar tungu;