Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Page 44

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Page 44
44 MENNTUN. lá skjaldarbólan. Fornleifar þessar virtust vora úr heiðni. í |>jórsárdal fundust smáplötur úr blýi á þeim stað, sem menn hyggja að Hjalti Skeggjason hafi búið, og hafa sumir getið til, að blýplötur þessar liafi verið úr þaki á kirkju hans. — Nátt- úrusögusafni latínuskólans bœttust nú 2 fuglshamir og egg nokk- urra fuglategunda úr ýmsum löndum, og sömulciðis nokkrar steinategundir bæði hjeðan af landi og frá Sandwichseyjum. A skólana hefur verið minnzt hjer að framan, þar sem getið var um skólanefndina og stofnun læknaskólans. Skólamál- in eru þá komin í þá hreyfing, að vænta má af því nokkurra tíðinda á næstu árum, en að svo komnu er ekkert frekara um það að segja. Hjer er að eins að geta stuttlega um skóla þá sem eru. Við háskólann í Kaupmannahöfn lásu veturinn 1875—76: 15 stúdentar íslenzkir. Af þeim lásu 4 lögfrœði, 3 guðfrœði, 3 læknisfrœði, 1 náttúrufrceði, 1 tölvísi, 2 málfrœði og 1 stjórnfrœði. — Við prestaskólann voru stúdentar 8 að tölu veturinn 1875—76. Af þeim útskrifuðust 5 um sumarið, en 5 bœttust við um haustið, svo að veturinn 1876—77 urðu stúdentarnir aptur 8, 3 í hinni eldri deild, en 5 í hinni yngri. feir sem útskrifuðust voru: Guðmundur Helgason, Janus Jóns- son, Sófónías Halldórsson, Jónas Bjarnarson og Sigurður Jens- son, og fengu þeir allir fyrstu einkunn. Próf í forspjallsvísind- um eða heimspeki tóku 5 stúdentar í júnímán., 2 með fyrstu, en 3 með annari einkunn. — Við læknaskólann voru stú- dentar 5 veturinn 1876—77. Einn hafði útskrifazt um sumar- ið, Guðmundur Guðmundsson, og fjekk hann fyrstu oinkunn. — Við latínuskólann voru 70 lærisveinar í byrjun skólaársins 1875—76, en 78 í sama mund veturinn eptir. Af þeim, sem voru fyrri veturinn, dó einn í febrúar (Gísli Bjarnarson frá Holti), 2 fóru úr skóla, en 7 útskrifuðust: Einar Jónsson og Guðlaugur Guðmundsson, báðir með fyrstu einkunn, og Jón Jensson, Sigurður J>órðarson, Sigurður Olafsson, Davíð Scheving og Dorsteinn Benediktsson, allir með annari einkunn. Auk þeirra tók einn utanskólasveinn, Olafur Ólafsson, burtfararpróf, með annari eiukunn. — Barnaskólar voru nú haldnir allvíða, eigi að eins í Iíeykjavík og hinum helztu kaupstöðum öðrum, held- ur og á uokkrum stöðum í sjóbyggðum, einkum á suðurlandi.

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.